Menntamál - 01.12.1941, Side 89

Menntamál - 01.12.1941, Side 89
MENNTAMÁL Í83 Starf félagsins þessi 10 ár hefur aðallega beinst inn á við. Fundir hafa verið haldnir tvisvar á ári hverju, og hafa þar verið rædd upp- eldis- og skólamál og hefur verið reynt að sameina kennsluaðferðir og kennsluhætti á félagssvæöinu, einkum það er snertir móðurmáls- kennsluna. Þrisvar sinnum hefur félagið staðið fyrir allfjölmennum námskeiðum fyrir kennara. Félagið hefur komið sér upp vísi að bóka- safni, uppeldis og kennsiufræðilegs efnis. Stjórn félagsins skipa nú: Snorri Sigfússon formaður, Hannes J. Magnússon ritari og Kristján Sigurðsson gjaldkeri. Tveir hinir fyrr- nefndu hafa ætíð verið í stjórn félagsins frá stofnun þess. fþróttahús Akureyrar. Á Akureyri er nú verið að byggja íþróttahús, sem verða mun eitt hið fullkomnasta á landi hér. í húsinu verða tveir fimleikasalir 8x17 metrar að stærð, og við hvorn sal áhaldageymsla, baðklefi og tveir búningsklefar. Einnig er í húsinu stórt anddyri og rúmgóð yfirhafna- geymsla, snyrtiherbergi, herbergi fyrir ræstiáhöld, miðstöðvarklefi, lítill fundarsalur, og kennarastofa. Síðar er gert ráð fyrir að byggð- ur verði fimleikasalur 12x24 m. að stærð, með tveimur búningsklef- um og öllum venjulegum þægindum. Ríkið hefur lagt fram 100 þús. kr. til byggingarinnnar, Akureyrarbær 75.000 og loks hafa íþrótta- félögin á staðnum lagt fram 25.000 kr. Húsið stendur skammt frá barnaskólanum, og fáa faðma frá sund- laug bæjarins, er sá staður rómaður fyrir fegurð. Gnæfir húsið þar hátt yfir miðbæinn og snýr framhliðin, 50 m. löng, til austurs í átt- ina til hafnarinnar. Fimleikasalirnir tveir mynda álmur, sem ganga vestur úr aðal- byggingunni að sunnan og norðan, en stóri salurinn á að ganga vestur úr miðri byggingunni. Fyrir sunnan og vestan íþróttahúsið eru nú rennslétt tún, og hefur komið til mála að gera þau síðar að íþróttagarði, þar sem gangstígir skipta garðinum í grasfleti, sem ætlaðir eru ýmsum knattleikjum og íþróttum, en trjám og runnum er ætlað að mynda gerði umhverf- is hvorn grasflöt. Þess má geta, að fáa faðma frá íþróttahúsinu hefur á síðastliðnu sumri verið komið upp gufubaðstofu, sem starfrækt er af Akureyrarbæ, eins og sundlaugin. Enn þá vantar mikið fé til íþróttahússins, en það mun verða metnaðarmál Akureyringa að gera þetta hús að fullkominni íþrótta- höll, og mun ekkert sparað til þess að svo megi verða.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.