Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Side 4

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Side 4
4 HEIMILISVINURINN því, að jeg þekkti svo marga aðra, sem lífið ljek við á allar lundir, en aldrei voru þó ánægðir með neitt. Mjer fannst gleðin hennar Bjargar einhver leyndardómur. Það sá þó hver maður, að hún hafði ekki neitt að gleðjast yfir. Hún sat á rúminu sínu dag eptir dag, aldrei fór hún neitt að heiman og sjaldan kom hún út fyrir bæjar- hlaðið, hún var fóthrum og komst ekkert nema við hækju, hún átti enga vini eða vandamenn og varð að þiggja allt af sveit, En hún var ætið í góðu skapi og þakklát fyrir hvern smámun. En það eru sveitarómagar ekki æfinlega, svo mikið vissi jeg. „Hvað ert þú að hugsa um, Rósa litla?“ spurði hún allt í einu. „Þú horfir svo mikið á mig, barn- ið gott“. „Jeg hjelt þú hefðir ekki tekið neitt eptir því, Björg", sagði jeg og fór að herða mig við kemb- inguna. „Mjer sýndist þú vera annars hugar". „Það var jeg nú líka; ærið er um að hugsa þegar árin eru orðin 74 og maður rifjar upp liðna tímann". „Þú ert alt af svo glöð og róleg, Björg" sagði jeg hálf-stamandi, „þó þú-----------þó þú — — Jeg ætlaði að segja: þó þú sjert á sveitinni, en hætti við það, jeg hjelt hún mundi misvirða það. „Þó þú sjert niðursetningur, hefurðu ætlað að segja" sagði hún. „Þótt þú sjert fátæk og snauð,

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.