Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Page 22

Heimilisvinurinn - 01.01.1906, Page 22
22 HEIMILISVINURINN ur, varð neðstur. Honum Hannesi gamla, föður hans, þótti það óþarfa nýbreytni að láta krakkana vera að draga um sætin og láta svo son sinn vera neðstan. „Jeg skil varla í öðru, en jeg verði efstur; reyndar hafa nú hinir fermingarkrakkarnir tvisvar getað svarað fyrir mig; annað skiptið var það hún Stína, — það var mjer nú sama um, því að hún verður bara efst hjá stelpunum. Hitt skiptið var það hann Siggi, en jeg hafði nú svarað optar fyrir hann, og svo var Nonni betur að sér en Siggi, það þóttist jeg viss um. Svo voru nú fermingarloforðin. Þau vorusvo óttalega alvarleg: »Jeg get líklega aldrei haldið þau«, hugsaði jeg með mjer. Presturinn hafði hka minnzt á það við okkur, að eiginlega ætti enginn að láta tórnan gamlan vana teyma sig til ferming- ar. Mig minnir, hann segði eitthvað á þá leið: »Annaðhvort eigið þið að koma til fermingar- innar með fúsu geði og einlægri löngun eptir að gefa Kristi hjarta ykkar, eða þið eigið alveg að afsegja að láta ferrna ykkur, því að Drottni er öll hræsni andstyggileg«. — „Það er nú hægra sagt en gjört", sagði Gvendur þá, »þegar borgaraleg réttindi eru bundin við þessa fermingu, og hræsnin er metin til pen- inga, cins og hann pabbi segir«. —Við hnipptum hvert í annað; það var hvorttveggja, að munnurinn

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.