Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 7
FRÓÐI.
3
Sveinn og svanni.
Saga úr frelsisstríði Bandamanna.
(Þ)'dd úr ensku).
I. KAPITULI.
Undir kirsiberja-trénu.
:im tíma er Indiana varö fyrst til sem fylki, eða,
) líkindum, alt til ársins 1825, stóö gamalt og
rörlegt kirsiberjatré, er kallaS var Roussillon-
éö, þar sem nú stendur hinn fagri, litli bær
incennes, á bökkum Wabash-fljótsins.
Meöan tré þetta var óskemt og heilbrigt,
bar þaö ávexti, er þóttu ágætir nreö afbrigöum, bæöi aö lit og
smekk.
Nákvæmlega er ekki hægt aö benda á blettinn þann, er
þetta gamla, fagra tré, ættað frá hinu sólríka P'rakklandi, stóð
á, sökum þess, aö hinn hraöi vöxtur og viögangur Vincennes-
bæjar haföi það óumflýjanlega í för meö sér, aö margur sá blett-
urinn, er fyrrum var aö einhverju frægur, — og þar á meöal
Roussillon kirsiberja-tréð, — hvarf alveg úr sýn manna fyrir
framþróun hins nýja bæjar.
Allmikinn hnekki ogóreiöu gerði það á landeignarétti ýmsra
manna, aö þessir blettir hurfu úr sögunni, þar sem þeir voru
eins konar landamerki, eöa, og það öllu heldur, þegjandi vottur
um óöalsrétt.
Gömul eignarbréf voru illa hirt á þeirn tínrum, eöa jafnvel
alls ekki hirt; mörg þeirra voru eyöilögö af hrekkvísum fjár-
glæframönnum, er sölsuðu fasteignir undir sig. En þau, er bet-
ur voru geymd, voru svo illa úr garði gerö, aö landamerki var
ómögulegt aö ákveöa samkvæmt þeim, og alloft bar svo viö, aö