Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 14
IO
FRÓÐI.
andlega ljótir, er hirða um aö lesa slíkt. Mér fellur vel aö lesa
um hugrakkar hetjur, fagrar konur, hernaö og ástir’k
Pére Beret leit undan og kom nokkuö hlálegur svipur á
andlitiö hans; hann lygndi aftur augunum.
“Og nú skal ég segja yöur nokkuö, virðulegi faöir”, mælti
Alice eftir stundar þögn. “Þér skuluö ekki fá dettandi dropa
af rauðvíni og ekki einn munnbita af skorpusteik fyr, en ég hefi
fengiö bækurnar mínar aftur og má lesa það, sem mér fellur
bezt í skap”. Hún stappaði fætinum með geitarskinns-skónum,
af ákefö mikilli.
Hinn viröulegi faðir hló dátt, tók ofan stráhattinn og strauk,
eins og í leiðslu, skallann stóra.
Hann leit á háu, sterklegu stúlkuna, er stóð frammi fyrir
honum, og þeim mönnum, er þykjast geta lesið hugsanir manna
út úr andliti þeirra, mundi hafa orðið allörðugt að ákveöa með
vissu, hvort það var fremur óánægja en ánægja, er lýsti sér í
andliti prests að þessu sinni.
Þótt hiti sólarinnar væri allsterkur, eins og presturinh haföi
sagt, og að hann þyrfti oft að fara hringferð um skallann stóra
meö afarmiklum vasaklút, þá var nú að renna á gola nokkur og
svört ský voru að renna upp á loftið bak við trén.
“Jæ-ja”, sagöi prestur, og reyndi að dylja hlátur sinn og
taka á sig alvörusvip: “Þú vilt fara þínu fram, barnið mitt,
og —”
“Nú skuluö þér fá vætt af skorpusteik og stórflóð af rauð-
víni“, greip hún fram í fyrir honum og gekk um leið aö girðing-
arhliöinu, er var bundið með tágum, og opnaði það. “Komið
inn, gamli, góði faðir, áður en regnið skellur á, og sitjið hjá
mér á veggsvölunum þangað til að styttir upp aftnr.
Séra Beret virtist ekkert hafa á móti því, að fylgja henni,
þótt hann reyndar segði eitthvað um annir, er á sér hvíldu.
Alice rétti út hendina og dró hann inn í garðinn; læsti síð-
an hliðinu, stakk armi sínum undir handlegg prestsins með
nokkrum gáska og leit framan í veðurbitna, gamla andlitiö með
barnslegri gleði og ást.
Ljósmyndavélar voru ekki uppfundnar, er saga þessi gerðist;