Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 34
30
FRÓÐI.
“Sástu manninn meö stúlkunni?” spuröi þá maöur við hlið
hans eins og æstur væri. “Veiztu hver það er?”
Kit hristi höfuðið.
“Það er hann Cariboo Charley. Það benti mér maður á
hann. Hann varð ríkur í Klondike. Hann var einn af þeim
fyrstu. Hann er búinn að vera í Yukon ein 12 ár. Hann er á
leiðinni þangað núna”.
“Hvað þýðir Chekako?” spurði Kit.
“Þú ert einn og ég er annar”.
“En hvað þýðir það?”.
“Það þýðir græningi”.
Á leiðinni ofan í fjöruna fór Kit að velta þessu fyrir sér.
Honum sveið það, að fallega stúlkan skyldi kalla sig þessu nafni.
Fór nú Kit í skot eitt milli farangurshauganna og fór að vita
hvað hann væri sterkur. Hann réðist á mélsekk, sem hann vissi
að væri hundrað pund. Hann steig klofvega yfir sekkinn og
reyndi að lyfta honum á öxlina á sér. Varð hann þess þá fljótt
vísari að hnndrað pund eru nokkuð þung og svo hitt, að hrygg-
urinn á honum var nokkuð linur, og þegar hann var búinn að
bisa við sekkinn í einar fimm mínútur, þá hneig hann loks niður
á sekkinn tautandi blótsyrði fyrir munni sér. Hann strauk svit-
ann af enni sér, en er hann leit upp, sá hann Jón frænda sinn
horfa á sig með háðslegu kuldaglotti.
“Guð minn góður”, hrópaði Jón. “út af vorum lendum hafa
komið aumingjar og vesalmenni. Þegar ég var 16 ára gat ég
leikið mér að þessu”.
“Þú gleymir því, frændi”, svaraði Kit, “að ég var ekki al-
inn upp á bjarnarslátri”.
“Og ég get leikið mér að þessu þegar ég verð 60”.
“Það er bezt þú sýnir mér það”.
Þetta geröi Jón og var hann þá 48 ára. Hann þreif tveim
höndum í sekkinn og lyfti honum í einum rykk upp á heiðar sér
og stóð keipréttur með hann.
“Þetta er ekkert annað en Iag, drengur minn, og góður
hryggúr”.
Kit tók ofan hattinn í virðingarskyni. “Þú er hreystimað-