Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 15

Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 15
FRÓÐI. 11 en hefði einhver feröalangur veriö þarna staddur ineð slíka vél og tekið mynd af prestinum og stúlkunni, er þau leiddust að veggsvölunum, þá mundi sú mynd seljast nú fyrir jafnvægi sitt í hinum skírasta gimsteini. Á slíkri mynd mundi sjást: íbúðarhúsið, kirsiberjatréð, dá- lítið af óræktaða landinu bak við húsið og þau Pére Beret, Alice og Jean kryplingur í einni þvögu. Væri sú mynd borin saman við mynd, er tekin væri af sama blettinum nú, þá mundu menn fá ljósa hugmynd af ásigkouiu- laginu, er þá var á þessum stöðvum, en sem ekki er hægt að lýsa með orðum einum svo vel sé. En vér viljum ekki gera of lítið úr mætti orðanna. Setjum svo, að vel æfður fregnriti hefði verið staddur í Vincennes við Wabashfljótið í júnímánuði 1778 og vér hefðum nú sögusögn hans prentaða fyrir oss! Slíkt inyndi skíra myndina að mun. En nú stendur svo illa á, að vér höfum hvorki mynd né sögusögn við að styðjast. En samt sem áður höfum vér þar beint fyrir augum vorum, kjólklædda klerk- inn með stráhattinn, æskurjóðu, sterklegu stúlkuna í grófgerðu fötunum og ljóta, litla krj'plinginn. Vér getum séð þau með aftur augun. Undir handleiðslu og leiðsögn ímyndunaraflsins höldum vér liðuga öld aftur í tíinann og sjáutn þá sýn, er bæði er fögur og aðlaðandi, en um leið einkar einmanaleg. Hvað var það, er teymdi menn frá gömlu löndunum, frá borgum og bæjum ogvínviðnum annálaða í Frakk.landi til dæm- is, og setti þá niður í óbygðum, meðal villidýra, enn þá viltari Rauðskinna, í hrörlega bjálkakofa í stað skrauthýsanna, þar sem þeir urðu daglega að þola alt það harðrétti, er jafnan fylgir land nema lífinu? Menn, svipaðir Gaspard Roussillon sjá ekki daglega sína líka. Honum skal hér lýst að nokkru. Hann var borinn og barnfæddur á Frakklandi, á bökkum Rhonefljótsins, í nánd við Avignon. Ungur að aldri hélt hann til Canada, og barst svo á straumi örlaganna í ýmsar áttir, þar til hann að lokum gekk í heilagt hjónaband og settist að í virkis- bænum Vincennes, er þá var eyðilegt smáþorp, er ekkert hafði að bjóða nema prestaglamur og skiftiverzlun við Rauðskinna, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.