Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 11

Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 11
FRÓÐI 7 bunguðu út við átakið, að halda Jean í þessum stellingum, er sparkaði og barðist um eítir mætti. Stöðugt hélt hún berjaklasanum hátt upp með hinni hend- inni. Hún sagði ertnislega: “Hví klifrarðu n i ð u r e f t i r til þess, aö ná í kirsiber, Jean? Mikill asni ertu, að reyna að grafa kirsiber úr jörðu eins oj; kartöflur. Mér hafði aldrei lcomið til hugar, að þú værir slíkt flon”. Jean kryplingur var sterkbygður, en voðalega vanskapaður. Góðlyndur var hann með afbrigðum. Höfuðið var óeðlilega stórt, og eins og hreiðraði sig milli herðanna, er allar voru úr lagi gengnar. Mannsmyndin var þar mjög illa af hendi leyst. Hersk.ár var hann, þótt hann góðlyndur væri, og viður- kendi aldrei, að hann hefði beðið ósigur. Hve lengi hann hefði haldið uppi bardaganum við stúlkuna ósigrandi, er ekki unt að segja með vissu. Orsökin til þess, að hann slapp úr greipurn hennar var sú, að þriðja persónan kom til sögunnar. Eftir klæöaburði að dæma, var aðkomumaður kaþólskur prestur, og af útliti mannsins mátti ráða jrað, að hann hefði þol- að þrautir ekki smáar, en haldið samt fullum líkamskröftum og rnyndi þrautseigur enn, ef á þyrfti að reyna. Maður þessi var Pére Beret, gráhærður, lágur vexti, sam- anrekinn, með djúpar hrukkur í andliti, með innfallinn munn sökum tannleysis, og djúp augu undir gráum, loðnum augna- brúnum. Sæu menn hann í fyrsta sinn, er hann hafði ekkert fyrir stafni, getur verið að hann kæmi ekki vel fyrir sjónir; en sæu menn hann brosa, eða heyrðu hann tala, breyttist álitið þegar. Röddin var undur þýð, og brosiö laðaði samstundis hvern mann að sér. Eitthvað, er líktist yfirvofandi harmi, virtist jafn- an skygnast út úr tali hans og gægjast út úr augunum; sarnt sem áður var hann glaðlyndur að jafnaði og stundum jafnvel glettinn í viðræðum. “Börn! börn, börnin mín góð!” hrópaði hann, er hann nálgaðist þau. “Hvað eruð þið nú að hafast að? Svei, svei, Aljce, ætlarðu að slíta fæturna undan honum Jean?”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.