Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 8
4
FRÓÐI.
afstaða húss eða trés gerði út um stórvægilegan eignarrétt, er
þessi gömlu skjöl gátu enga sönnun fært á. Og víst er það, að
Koussillontréð er löngu horfið, þótt enginn viti á hvern hátt, og
á sama, dularfulla, háttinn hefir Roussillon landeignin algerlega
horfið úr sögu og sýn. Nafnið er ekki einn sinni ftnnanlegt,
hvorki í kirkju né sveitarbókum, að því er fróðir menn segja.
Þetta gamla greinprúða kirsiberjatré hélt lengur velli, og
var lífseigara en alt annað, er nokkra þýðing hafði, á hinum
íornu, íögru stöðvum umhverfis Vincennes. Á fyrstu dögum
frönsku íbúanna stóð, beint í norður frá því, gamall, hrörlegur,
bjálkakofi, girtur veggsvöllum, er voru að mestu huldir vín-
berjastönglum. Þetta hús var Roussillon heimilið, hið lang-
stórmannlegasta heimili í allri Wabashsveitinni.
Eigandi þessa heimilis hét Gaspard Roussillon. Atvinna
hans var verzlun við Indíána, er hann rak með góðum hagnaði.
Hann var talinn vel fjáður maður eftir því, sem þá gerðist,
áhrifamikill öðrum fremur, talsvert mentaður, og hafði hann
haft með sér drjúgan bókaforða, er hann kom út á þessar ó-
bygðir. Hann las öllum stundum, er hann gat því við komið.
Eftir gömlum, skemdum skjölum að dæma virðist svo, sem
gamla kirsiberjatréð hafi staðið þar í nánd, er nú stendur ka-
þólska kirkjan í Vincennes, á hæð nokkurri, er liggur rétt hjá
hinu silfurgljáa Wabashfijóti.
Hafi tréð verið þar, þá hefir Roussillonhúsið, bjálkahúsið,
er áður er lýst, einnig staðið þar, og skamt þar frá, en nær
fljótinu, hefir þá virkiö staðið; þetta ruddalega hrófatildur, með
smákofum fyrir herforingja, er virtist glópa ógnandi á héraðið
óræktaða, er lá umhverfis.
I grend við það var litla bjálkakirkjan, er öðlingurinn séra
Beret þjónaði. Rauðskinnar, er allir höfðu miklar mætur á
honum, kölluðu hann “föður svartkápu“.
Umhverfis þessar byggingar, er nú hafa nefndar verið, láu
kofar smásala, hermanna, veiðimanna og ýmsra annara manna;
myndaði hverfi þetta einkennilegan smábæ, er menn nú á dög-
um geta tæplega gert sér hugmynd um hvernig leit út.
Ekki er full-ljóst nær Vincennes bygðist fyrst, en flestir