Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 6

Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 6
FROÐI Ég ætla nú samt að treysta kaupendunum, og ef að þeir standa í skilum og fjölga heldur en fækka, þá er blaöinu borgið. Fyr- ir áramót þyrfti þó allur þorrinn aö vera búinn að borga, enda er haustið bezti tíminn fyrir þær sakir, og blöð eins og'þetta eru æfinlega borguð fyrirfram. I þessu landi þekkist ekki annað. Hvað eíni ritsins snertir, þá hafa sumir dregið efa á, að það yrði laust við deilugreinar um trúmál eöa pólitik. Þetta er nokk- uð eðlilegt, því að rit þau sem gefin eru út hér á íslenzku, fjalla aöallega urn þetta tvent. Við höfum '3 mánaðarrit um trúmál, og væri það fásinna ein, að bæta hinu fjórða við, en tvö stór vikublöð hafa mestmegnis pólitik inni að halda, og fylgir hvort sínum flokki. Ég er nú ekki viss um, að ég sé af nokkurutn þessum flokki, þó að ég haft fylgt konservatívum í pólitik en únítörum í trúmálum, og ég býst ekki við að berjast fyrir neinn þeirra. Tilgangur ritsíns er ekki sá, að berjast með eður móti nokk- urum þessara flokka. Þeir verða alveg látnir hlutlausir. Það er heill heimur hugmynda til íyrir Utan þetta. Það eru til ýms- ar Iífsskoðanir og rnikilsverð mál og nýungar aðrar, sem ekkert snerta af þessu, en sem bæði væri gaman og fróðlegt fyrir fólk að heyra. Hvað söguna snertir, sem byrjar í fyrsta nr., þá er hún bæði fjörug og siðferðislega fögur. Hún er eftir einn hinn bezta söguhöfund Bandaríkja á seinni tímum. Hún fer fram á tíma þeim, þegar Missisippidalurinn var að byggjast. Söguhetjurnar þurfa að yfirstíga þrautir og torfærur, þurfa að sýna bæði snar- ræði, hugrekki, þolgæði og trúfesti. Og öll er sagan lifandi lýsing á lífinu, frumbyggjalífinu, eins og það var á þeim dögum. En ekki mega menn kippa sér upp við það, þó að fyrsti kaflinn í þessu blaði sé nokkuð þurlegur. Það er grindin, sem sagan byggist á. Hún fjörgast, sagan. Auk þessara sagna, verða í ritinu æfisögur með myndum, skrítlur, allrahanda lífsskoðanir og nýjungar, og svo mikið af stuttum, góðum íslenzkum sögum, sem hægt er að fá. Ég bið menn svo að virða allar þessar tilraunir á hinn bezta veg. Menn mega vera vissir um, að ég vil gera ritið svo að- gengilegt og skemtilegt fyrir kaupendur, sem föng eru á. M. J. SKAPTASON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.