Fróði - 01.09.1911, Side 6

Fróði - 01.09.1911, Side 6
2 FRÓÐI Ég ætla nú samt aö treysta kaupendunum, og ef aö þeir standa í skilum og fjölga heldur en fækka, þá er blaöinu borgiö. Fyr- ir áramót þyrfti þó allur þorrinn aö vera búinn aö borga, enda er haustiö bezti tíminn fyrir þær sakir, og blöö eins og þetta eru æfinlega borguö fyrirfram. 1 þessu landi þekkist ekki annað. Hvað efni ritsins snertir, þá hafa sumir dregiö efa á, aö þaö yröi laust viö deilugreinar um trúmál eöa pólitik. Þetta er nokk- uö eðlilegt, því að rit þau sem gefin eru út hér á íslenzku, fjalla aöallega um þetta tvent. Viö höfum 3 inánaðarrit urn trúmál, og væri það fásinna ein, að bæta hinu fjóröa við, en tvö stór vikublöð hafa mestinegnis pólitik inni aö halda, og fylgir hvort sínum flokki. Ég er nú ekki viss um, að ég sé af nokkurutn þessum flokki, þó aö ég hafi íylgt konservatívum í pólitik en únítörum í trúmálum, og ég býst ekki viö að berjast fyrir neinn þeirra. Tilgangur ritsíns er ekki sá, aö berjast meö eöur móti nokk- ururn þessara fiokka. Þeir verða alveg látnir hlutlausir. Þaö er heill heimur hugmynda til fyrir Utan þetta. Það eru til ýms- ar lífsskoöanir og rnikilsverö mál og nýungar aörar, sem ekkert snerta af þessu, en sem bæöi væri gaman og fróðlegt fyrir fólk að heyra. Hvað söguna snertir, sem byrjar í fyrsta nr., þá er hún bæði fjörug og siðferðislega fögur. Hún er eftir einn hinn bezta söguhöfund Bandaríkja á seinni tímum. Hún fer fram á tíma þeim, þegar Missisippidalurinn var að byggjast. Söguhetjurnar þurfa aö yfirstíga þrautir og torfærur, þurfa að sýna bæði snar- ræði, hugrekki, þolgæöi og trúfesti. Og öll er sagan lifandi lýsing á lffinu, frumbyggjalífinu, eins og þaö var á þeim dögum. En ekki rnega menn kippa sér upp við það, þó að fyrsti kaflinn í þessu blaði sé nokkuð þurlegur. Þaö er grindin, setn sagan byggist á. Hún fjörgast, sagan. Auk þessara sagna, verða í ritinu æfisögur með myndum, skrítlur, allrahanda lífsskoðanir og nýjungar, og svo mikið af stuttum, góðum íslenzkum sögum, sem hægt er að fá. ' Ég biö menn svo aö virða allar þessar tilraunir á hinn bezta veg. Menn mega vera vissir um, að ég vil gera ritið svo aö- gengilegt og skemtilegt fyrir kaupendur, sem föng eru á. M. J. SIvAPTASON.

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.