Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 19
FRÓÐI.
15
konung friöarins óaflátanlega fyrir þér og hina heilögu jómfrú,
aö þeim takist að leiða þig í náSarskaut kirkjunnar”.
Hann hélt af staB; en er hann var aö eins kominn aS garös-
hliðinu, hrópaði Alice á eftir honum:
“Ó, kæri faöir! ég steingleymdi að sýna yður nokkuð
skrítið”.
Hún hljóp til hans og sagöi lágt:
“Þér vitiö að húsfrú Roussillon hefir falið allar skáldsög-
ur fyrir mér”.
Hún var að leita að einhverju í barmi sínum.
“Viljið þér snöggvust líta á'þessa bók?“ Hún sýndi honum
litla bók í leðurbandi og var kjölurinn allslitinn.
Nafn bókar þessarar var “Manon Lescau t”, skáld-
sagan voðalega, eftir höfundinn fræga, Abbé Prevost.
Pére Beret hleypti brúnum, hristi höfuöið og hélt á brott.
Fn áður en hann komst heim til kofans síns hjá kirkjunni, var
hann tekinn til að hlæja dátt, þótt hann reyndi.aö verjast hlátri.
“Hún er skrambi smellin — býsna slungin stelpa”, sagði
hann við sjálfan sig. “Þaö er að eins æskan og sjálfstæðisfýsn-
in, sem eru að taka dálítið gönuskeið. Sálin hennar er bæöi
góS og hrein”.
II. KAPITULI.
Bréf langt að komið.
Þótt séra Beret væri um mörg ár trúboði í Wabashdalnum
— lengstan tímann í Vincennes —, þá er þaS ekkert undarlegra
að hans er hvergi getið í annálum, fremur en svo margra merkra
annara atburða, er sögu bæjarins snerta, en sem annálar alveg
ganga frain hjá. Eins og flestir embættisbræöur hans á þeim
dögum, var hann óeigingiörn og prúS hetja, er virtist ekkert um
það vita, að hann var mikilmenni, er verðskuldaði eftirtekt og
virðing. Hann og séra Gibault, er kom svo göfuglega fram í
sambandi við stórveiki Georgs Rogers Clarks, sveitarforingja,
voru aldavinir. AS líkindum heföi séra Gibaults sjálfs, er nú er
talinn frægur í sögunni, ekki verið fremur getiö, en séra Berets