Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 50
46
FRÓÐI.
Horis Sidis. Ef til vill hafa menn álitiB þaö markleysu eina.
Því enginn hefir á það minst. En það er öðru nær fen svo sé.
Drengurinn hans var farinn að tala ein 3 tungumál, þegar
hann var 4—5 ára. 9 ára kunni hann ein 5—6, og 11 ára var
hann á Harvard háskóla, einhverjum hámentaðasta skóla álfu
þessarar, flutti þar jafnvel fyrirlestra fyrir prófessorunum.
Sumir ætla að þetta feiknamikla nám, ræni börnin hinum
unaðslegu bernskuárum, eða að þetta nám eyðileggi sálarhæfi-
leika barnsins, svo það verði andlegur aumingi.
Það er lítill efi á því að það mundi gera þetta, ef menn færu
að skrúfa barnið til þessa með harðri hendi, héldu því nauðugu
við lærdóminn. — En sú aðferð er ekki við höfð, barnið er látið
leika sér að lærdómnum.
Aftur segja aðrir, að þetta sé ekkert að marka; það séu ein-
göngu lærðir menn, sem færir séu um að ala börn sín þannig upp.
En þegar til reynslunnar kemur, þá eru það eigi allfáir foreldrar,
sem án þess að hafa meiri mentun en vanalega gerist, hefir hepn-
ast ágætlega að ala upp börn sín, og hafa bygt á hinum sömu
grundvallarreglum og Dr. Sidis.
Herra Bruce segir: að öll þau tilfelli, sem hann hefir feng-
ið vitneskju um, sanni þetta svo ómótmælanlega. Foreldrar
barnanna þvertaka íyrir það, að þetta skemmi heilsu þeirra, og
halda því einmitt skýlaust fram, að þessi aðferð styrki þau,
bæði andlega og líkamlega. Hún dragi fram alla þá hæfileika
sem í börnunum séu, og búi þau miklu betur undir lífið, en hægt
var með gömlu uppeldis- og mentunar-aðferðinni.
Og það er enn þá meira. Því þeim kemur öllum saman
um það, að þetta framúrskarandi nám og námshæfileikar séu
ekki verulega til barnanna komnir að erfSum, heldur sé það
mest að þakka aöbúd og námsaöferöinni sjálfri.
Sem dæmi tekur Bruce Ervin Palda í Cedar Rapid, Iowa.
Þegar eldri bróðir hans, Lidmil, var fimm ára gamall, þá gáfu
foreldrar hans honum í jólagjöf teninga með stafrófi á, til þess
að leika sér að, en móðir hans kendi honum að nefna stafina.
Ervin var þá tveggja ára gamall og var vanalega viðstaddur,
þegar móðir þeirra var að kenna hinum stafrófið. Hann virtist