Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 27

Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 27
FRÓÐI. 23 Smoke Bellew. Eftir Jack London. (Þýdd). IGINLEGA hét hann Kristófer Bellew, en þegar hann fór á háskóla var hann kallaður Kris. Bellew. Nán- ustu kunningjar hans kölluðu hann að eins Kit og seinasta nafnið, sein hann ber 1" sögu þessari er: Smoke. I rauninni var hann Smoke vel efnaður, en svo komst hann í félag við Ira einn, O. Hara að nafni, eiganda og ritstjóra að vikublaðinu Billow. Það gekk hálf-skrykkjótt, en þegar O. Hara fékk Smoke í félagið, þá fór það að ganga dálítið. Bar þar margt til. Smoke var allvel ritfær maður, og hann tók ekkert kaup fyrir sjálfan sig, og stundum varö hann að hlaupa undir baggann, þegar peningaskúffan var tóm, og borga prenturunum og vikadrengjunum, og borga húslánið og pappírinn og prentsvertuna. O. Hara þurfti ekki annað en líta vandræðalega til hans, þegar prentararnir hótuðu að fara eða rukkararnir komu að heimta húsaleiguna eða pappírsverðið. Sm'oke gat ekki staðist þetta augnaráð vinar síns, hann fór ofan í vasá sinn og borgaði öllum. Hann var því einlægt blankur að heita mátti. En í rauninni eyddi hann engu í svallið og sukkið af þeirri einföldu ástæðu, að hann hafði ekki tíma aflögu til þess. Hann hefði að líkindum eytt eins miklu, eða meiru, hefði hann ekki verið svona önnum kafinn. En þá kom gufuskipið Excelsior frá Alaska með fréttirnar um gullfundi í Klondike. Þegar menn heyrðu þetta í San Francisco, þá ætluðu allir að tryllast. Smoke stekkur undir eins til O. Hara og segir: "Heyrðu nú, O. Hara, þetta gullþot varir óefað langa stund — það verður eins og árið '49. Er ekki bezt að ég fari þangað og skrifi um það? Ég skal borga kostnaðinn sjálfur''.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.