Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Page 5

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Page 5
HEIMILISBLAÐIÐ 44. árgangur, 1.—2. tölublaS — Reykjavík, jan.—jebr. 1955 niM ííi MmimM „Þegar ég heyrði í æsku sög- una úr Biblíunni af því, er bræður Jóseps seldu hann mansali, var ég óhuggandi. Ég lét ekki huggast fyrr en ég var fullvissaður um það, statt og stöðugt, að það viðgengist ekki lengur og væri meira að segja stranglega bannað að selja fólk. — Þessi æskuminning rifjaðist ljóslega upp fyrir mér fyrir nokkrum mánuðum, er ég, nú fullvaxta maður, kom á þrælamarkað í Arabíu . . .“ Hann sat hjá okkur, sól- brenndur með upplitað hár, hinn víðförli franski blaða- maður, sem hafði ferðazt um þvera og endilanga Afríku, til þess að leita uppi leynistigu þrælasölunnar. Það fór hrollur Um okkur við sögu hans, því að er nokkur til á meðal okkar, sem ekki hefur þótzt vera þess fullviss, að mansal sé beinlínis óhugsandi á okkar tímum? Og þó eru enn þann dag í dag um það bil 5000 blökku- manna, kvenna og barna seld mánaðarlega, alveg eins og hestar og nautgripir á búfjár- mörkuðum hjá okkur. I Saudi- Arabíu einni er, samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóð- anna, hérumbil hálf önnur milljón þræla. Ef við lítum á landabréf af Afríku, sjáum við, að þar sem eyðimörkin Sahara snertir landamæri spánsku nýlend- unnar Rio de Oro, rísa Iguidi- fjöllin upp úr tilbreytingalausu sandhafinu. Þar búa þræla- veiðimennirnir, af ættum Bed- úína og Túarega, á sífelldum flótta undan vökulli eyðimerk- urlögreglu frönsku útlendinga- herdeildarinnar. Eyðimerkursynir þessir ráð- ast í litlum en vel vopnuðum hópum inn í negrahéruðin við landamæri Franska Súdans, Gíneu, Kameruns og Frönsku Mið-Afríku. Þeir umkringja afskekkt þorp að næturlagi og safna íbúunum saman. Svo þegar dagur rennur upp yfir auða kofana, eru íbúarnir þeg- ar komnir langt burt frá heim- ilum sínum. Ránsmennirnir reka þá hratt áfram með for- mælingum og svipuhöggum. Þeir fá ekki að hvíla sig, fyrr en þeir eru komnir út úr frum- skóga- og savannahéruðunum, út í eyðimörkina. Þeir verða Ein hinna elztu verzlunarleiSa heimsins: ÞrœlaslóSin. ... I hinum eySilegu fjallgörSum við vesturjaSar Sahara eru jylgsni þrælasalanna. HéSan takast j>eir á hendur ránsjerSir sínar til hinna byggSu svæSa MiS- og Vestur-Ajríku, Eritreu og Uganda. 5000 km. þvert yjir meginlandiS liggur þrœlaslóSin, sem sneiSir hjá byggSum héruðum, ájram eftir eySimörkinni til RauSahajsins og til Arabíu. (Teikning: Sixt).

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.