Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Blaðsíða 24
KALLI Það eru ljótu vandræðin, að engin götuljós skuli vera þar sem þeir eiga heima, Kalli og Palli. Menn rekast á alla hluti, þegar dimmt er. Kalli rekst beint á Júmbó og meiðir sig í nefinu. Daginn eftir kaupa þeir dós af sjálflýsandi málningu og mála upp úr henni öll tré, húsið sitt og auk þess öll dýrin og að lokum götuna. Þegar dimmir, er allt sjálflýsandi og enginn vandi að komast slysalaust heim. Hvert skyldu þeir nú ætla, Kalli og Palli ? Þeir hafa tekið með sér matborðið og langan kaðal. Skyldu þeir ætla í útilegu? Öll dýrin elta þá, iðandi af forvitni. Þegar þeir koma niður á ströndina, kallar Palli á stóra hvalinn, og þegar hann kemur, biðja þeir hann að leika „hest“ fyrir sig, svo að þeir geti æft sig á vatnsskíðum, eins og stúlkan á myndinni í blaðinu.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.