Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Page 25

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Page 25
PALLI Kalli og Palli voru svo heppnir að veiða stóreflis fisk, en voru svo þreyttir eftir viðureignina, að þeir fengu sér blund í grasinu. En þá bar Mikkel ref þar að. Hann hafði líka verið á veiðum, en aðeins fengið smásíli, og honum varð heldur en ekki gramt í geði, er hann sá stóra fiskinn þeirra Kalla og Palla/ Og þegar þeir vakna, er fiskurinn þeirra orðinn að smásíli. Þeir labba niðurlútir heimleiðis, en Mikkel refur stendur glottandi bak við tréð, því það var hann, sem hafði skipti á fiskunum. Kalli situr við borðið, niðursokkinn í frímerkin sín. En þá kemur Palli allt i einu inn, og þegar dyrnar opnast, verður svo mikill dragsúgur, að frímerkin fjúka öll út um gluggann. Kalli sér mjög mikið eftir frimerkjunum sínum. „Getið þið ekki sótt þau fyrir hann?“ spyr Palli smáfuglana, og þeir þjóta strax af stað á eftir frímerkjunum. Innan skamms koma þeir aftur með goggana fulia af frímerkjum og Iáta þau á borðið. En á hitt borðið hafa þeir Kalli og Palli látið disk með kökum, sem þeir gefa fuglunum.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.