Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1955, Qupperneq 39

Heimilisblaðið - 01.01.1955, Qupperneq 39
- Nei, aðeins einu sinni. Þrjá mánuði. - Jæja, þá vona ég, að þú minn- ist þess í þetta skipti. Þú verður settur inn, það þarftu ekki að efa. Það varð þögn. Tíminn leið hægt. Hans þurrkaði svitann af enni sér. Hvers vegna gat þessi þorskur ekki beðið hann afsökunar? Hann gæti að minnsta kosti minnzt á föður sinn og móður, og að hann iðraðist verka sinna og ætlaði að bæta ráð sitt. Þá ætlaði Hans að lofa honum að fara! En maðurinn steinþagði. Hann hafði sýnilega sætt sig við örlögin. - Langar þig ekki í neitt? spurði María loksins. - Jú, sagði Hans. Gefðu mér öl- sopa. Ég er svo þurrbrjósta. María flýtti sér niður í kjallara °g kom aftur með könnu og þrjú glös. Þrjú glös! Hún hugsaði um það eHir á. Hún leit afsakandi á eigin- mann sinn. - Helltu í glösin, sagði hann. - Þetta er dásamlegt öl, sagði þjófurinn. - Já, það er ekki sem verst, sagði /--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------\ Búnaðarbanki Islands Sparnaður er upphaf auðs! Kennið bömum að spara — með því að leggja aura þá, sem þeim kynni að áskotnast, í BúnaSarbanka Islands Austurstræti 5 — Útibú Laugavegi 114. Útibú Akureyri: Strandgötu 5. María. Það bruggar enginn öl hér í sveitinni nema við . .. í sama bili heyrðust þrumur og óveðrið skall á. Regnið lamdi utan bæinn. Þegar hlé varð á þrumunum heyrðist greinilega blístur fyrir ut- an gluggann. - Hvað er þetta? sagði Hans og stóð á fætur. - O, það er ekkert, sagði þjófur- inn róandi. Það er bara hann Al- freð. Hann er félagi minn og stóð á verði. Honum þykir auðvitað ekki gaman að standa úti í regninu. - Hamingjan góða! sagði Maria. Heyrðu, Hans! Þarna eru mennirnir, sem við þurfum að fá til þess að hjálpa okkur við kartöfluuppsker- una! - Það er einmitt verk fyrir okk- ur Alfreð, sagði þjófurinn og bætti við: - Við skulum ekki taka hátt kaup. Þið getið treyst okkur! Hans Boesgárd klóraði sér í höfð- inu. i - Já, víst þurfum við á mönnum að halda við kartöfluuppskeruna, mælti hann. Kallaðu á Alfreð! HEIMILISBLAÐIÐ [37]

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.