Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 3
GORILLUAPINN
I eftirfarandi grein s'egir frá gorilluapanum, þessari ógnvekjandi, risa-
vöxnu apategund, sem býr yfir œgilegu afli, en er tœplega eins hœttuleg
og menn álitu í gamla daga.
Gorillan er langstærstur af öllum apateg-
undum, og borið saman við okkur mennina,
er hann tröllvaxinn.
Karldýrið getur orðið yfir tveir metrar á
bæð og vegið um 250 kíló, eða þrisvar til
fjórum sinnum þyngri en fullorðinn maður.
Herðarnar eru um tveir metrar á breidd og
armlengdin, frá fingurgómi til fingurgóms,
getur orðið allt að 3 metrar, eða tvofalt
lengri en mannsins.
Það eru sérstaklega handleggirnir og bol-
urinn, sem gefa hið ótrúlega afl til kynna.
Breiðar lierðarnar og geysilegur brjóstkass-
ínn hverfa að mestu af vöðvum, sem liggja
upp hálsinn og alla leið upp í höfuð, og enda
í framstandandi beinkambi á höfuðkúpunni.
Vöðvaflækjan hylur hálsinn, svo að höfuðið
virðist sitja á þykkum og breiðum herðun-
um, svo að dýrið líkist mest þungavigtar-
nnefaleikara. Líkami górilluapans er þakinn
orúnsvörtum eða grásvörtum grófum hárum,
samt eru hendurnar, brjóstið, og andlitið
næstum Jiárlaust og tinnusvart.
Asamt litla frænda sínum, sjimpansanum
°g hinum stóra austur-indverska Orangúta,
telzt górillan til mannapanna.
Það eru því þessar apategundir, en þó sér-
staklega górillan, sem hafa ýmislegt mann-
legt við sig, ekki aðeins í vexti og útliti, held-
Ur einnig í hegðun og framkomu. Beinagrind
gorillunnar og innri líffæri líkjast mann-
eskjunni meira en í öðrum öpum á lægra
þróunarstigi.
Hjá eldri öpum, en þó sérstaklega hjá karl-
dýrinu, eru það hinir mjög svo áberandi
háls- og kjálkavöðvar, ásamt hinum sterk-
legu, löngu vígtönnum, sem gefa andliti gór-
illunnar villt, dýrslegt og fráhrindandi útlit.
Þó eru ungar górillunnar manneskjulegri.
Andlitið er afar lifandi, og það er auðvelt
að lesa út úr svip þeirra, hvort þeir eru glað-
ir eða sorgbitnir, ánægðir eða í illu skapi.
Górillaapinn er aðeins til í Afríku. í sjálfu
frumskógabeltinu frá Genúaströndinni til
Kongófljótsins lifir hin raunverulega gór-
illa, skógargórillan, en önnur tegund fjalla-
górollan, á lieima í skógunum, sem teygja sig
upp hlíðar hinna Mið-afríkönsku eldfjalla.
Með tilliti til hins kalda fjallaloftslags, sem
liann lifir í, er hár hans þétt og ullarkennt,
I vexti er hann frábrugðinn bróður sínuin,
skógarbúanum, lægri vexti, stirðlegri og enn
sterkbyggðari. Af þessari tegund er að finna
nokkrar athyglisverðar myndir í dýrakvik-
mynd Martin Johnson, Congógórillan.
Górillaapinn er sjaldséðastur hinna stóru
spendýra vegna þess, að liann lifir inni í
frumskóginum og það skeður sjaldan, að
hann verði á vegi manna. Þjóðverjinn, Hugo
von Koppenfels, sem var fyrsti Evrópumað-
urinn er felldi górillaapa, um 1870, segir
að meðal hinna veiðiglöðu Busknegra, sem