Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 11
að þér væruð komin lengra en í ævintýri H. C. Andersen.“ Annars fannst honum hún elskuleg og mjög hjálpfús, svo að hann bauð lienni í kvikmyndahús, stöku sinnum. En þegar lianu bauð einhverjum öðrum stúlkum með, liafði Miranda litla ánægju af því. Dag nokkurn sat liún úti í garðinum. Það sem hún hafði verið að sauma, lá í kjöltu kennar. Hún sat með lokuð augun, og var í huganum að gegnumlýsa sjálfa sig, og rejma að gera sér grein fyrir hugsanlegum ókostum sínum, þegar þjónustustúlkan kom til hennar með bréf. Það var frá Polly. Polly skrifaði, að Dick væri farinn til út- landa og að henni leiddist að vera einni. Miuidi Miranda ekki vilja koma og deila em- manaleikanum með henni? „Polly,“ hugsaði Miranda og kreisti bréfið í hendi sinni. „Polly getur sagt mér hvað ég á að gera.“ Næsta morgun tók hún saman farangur sinn og tók lestina til Shorefield. lítils, fal- legs fiskiþorps, þar sem sumarhúsin stóðu á víð að dreif. Hús Marlowes-fjölskýldunnar var ekki sérlega stórt, en það stóð við sjó- inn, og umliverfis það var dásamlegur blóma- garður. Polly lá á teppi á sandinum, klædd bað- fötum, sem fóru vel við brúna húð hennar og glampandi, dökk augun. Jeninfer, frænka hennar, virðuleg eldri kona, sat í sólstól við blið hennar og heldaði. Það ríkti algjör þögn. „Góðan dag, Polly,“ heilsaði Miranda. „Hvernig líður þér?“ „Agætlega, þakka þér fyrir,“ svaraði Polly og faðmaði og kvssti vinkonu sína. „Eg er óf rísk.‘ ‘ „Polly,“ sagði ungfrú Jennifer ergilega. Miranda sagði aðeins: „0,“ og fann til sárrar öfundar. Polly fékk sem sagt allt — allt sem ein kona gat óskað sér og nú átti hún að eignast það, sem Miranda óskaði sér heitast af öllu í þessum heimi. „Það er auðvitað langt þangað til,“ sagði Polly, „en það verður dásamlegt.“ Ungfrú Jennifer stóð á fætur og tautaði eitthvað um te. Miranda tók stól hennar, ýtti sólhlífinni til baka, svo sólin skini í andlit hennar. . Ungu stúlkurnar skröfuðu saman opinskátt °g glaðlega, eins og konur gera, sem ekki HEIHILISBLAÐIÐ eru keppinautar. Miranda spurði Polly var- færnislega og roðnaði ofurlítið. „Polly, segðu inér ofurlítið frá hjónabandi þínu. Gengur það velf Ertu hamingjusöm? Borgar sig að giftast?“ „Eg er óstjórnlega hamingjusöm, og það borgar sig sannarlega að gifta sig.“ svaraði Polly samstundis. „Ég veit vel, að mörg lijón eru óhamingjusöm, en það eru líka margir mjög hamingjusamir, en maður frétt- ir ekkert um það. Fólk er óspart á að segja frá áhyggjum sínum og erfiðleikukm, en gleði þess og liamingju geymir það með sjálfu sér. Ef þú vilt giftast, skaltu ekki láta neinn hræða þig. Annað skiptir ekki máli — peningar, aldur, staða — aðeins að mað- ur elski þá, sem hann giftist.“ „En ef það væri nú þannig,“ hélt Mir- anda áfram og neri saman höndunum,-------- „þannig að maðurinn virðist ekki einu sinni taka eftir því að ég sé til. Hvað þá?“ Polly reis upp og brosti til vinkonu sinnar. „Miranda. Þú ert ástfangin.“ Miranda viðurkenndi það. „Og ert þú ekkert að hugsa um að segja mér hver hann er?“ „Það er David Armstrong. Æ, þú þekkir hann ekki. Hann er nýr kennari hjá okk- ur. Hann leigir hjá okkur.“ Polly hallaði sér aftun á bak og starði brosandi upp í bláan himininn. „Þú festir áreiðanlega hnappana í jakkann hans og stoppar í sokkakna hans, hugsar um að hann fái morgunteið í rúmið og heitt ralcvatn. Setur blóm á borðið hjá honum, ferð í snún- inga fyrir hann og eldar uppáhaldsmatinn hans?“ „Já,“ viðurkendi Miranda. „Barnið mitt,“ sagði Polly með hluttekn- ingu. „Þú ert fædd kjáni.“ „En hvers vegna, Polly? Mér þykir gam- an að gera öðrum til geðs, og ég hélt að mönnum félli slíkt vel.“ „Bæði og,“ sagði Polly. „En þú skilur þetta ekki. Ef þú skildir þetta værirðu áreið- anlega löngu gift. Þú með þessi elskilegu augu og fallega liár. Sérðu ekki, að þú ert allt of mömmuleg gagnvart þeim. Það meta menn hjá mæðrum sínum og eiginkonum, en ekki hjá þeirri, sem þeir eru hrifnir af fyr- ir hjónabandið. Enginn maður verður ást- fanginn af dyramottu. Ég álít ekki að konan L

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.