Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 26
kvæma það. Bg vil ..Hann þagnaði snögg- lega, en þá hvíslaði hún: „Hvað, doktor Brad?“ „Ég vil — koma á fót barnaspítala fyrir börn með lieilasjúkdóma. Það hefur alltaf verið minn draumur.“ Hann þagnaði á ný og brosti. Honum varð nú fyrst ljóst hvað hann talaði af mikilli alvöru við barnið sem sat við hlið hans, en þegar liann leit á Nat- aliu sá hann að hún hlustaði á hann af mikl- um áhuga. „Haldið áfram, doktor Brad,“ hvíslaði hún. „Mig langar til að heyra meira um þetta.‘ ‘ „Bull. Þú kærir þig áreiðanlega ekki um að heyra um þess háttar.“ „Jú.“ Orðið kom eins og veik stuna. „Ég vil heyra allt.“ Þá hélt hann áfram að tala um takmark sitt og vonir, um starf sitt og strit, og um allt mögulegt, sem honum hafði aldrei kom- ið til liugar að tala um við barn. „Þú skilur að ég verð að ná settu marki, livað sem það kostar,11 sagði hann loks ákaf- ur. „Ég hef þegar fórnað svo miklu.“ „Meinið þér — af því að þér hafið tekið á móti peningum frá frænda yðar?“ Hann borfði undrandi á hana. Hugsa sér að hún skyldi muna það? „Ég verð líka neydd til að fórna ein- hverju,“ sagði hún ineð hægð. „Pyrst að ég féllst á að fara á barnaheimilið.“ Aftur leit hann undrandi á hana. Þetta var sannarlega undarlegt barn. Á ýmsan hátt var liún fullþroskuð, en jafnframt átti liún enn hinn hreina, barnslega einfaldleika. Það yrði fróðlegt að fylgjast með framtíð henn- ar og þroska, hugsaði hann með sjálfum sér. Ég verð að reyna að viðhalda sambandi við liana. Hann hafði hálfvegis glejunt loforðinu, sem hann hafði gefið henni um að einhverntíma skyldi hún hjálpa honum. Honum fannst það í rauninni dálítið hlálegt, eins og málin stóðu nú. Hann snarstöðvaði bílinn fyrir framan gamla húsið, sem hann bjó í. Það var ljós á bak við gluggatjöldin í stofunni. Vonandi logaði eldur í arininum, því enn var snemma vors og kalt á kvöldin. „Við förum með farangurinn þinn inn, Nat.alie,“ sagði Bob. „Frú Dobson hefur laust herbergi, þar sem þú færð að sofa.“ Hann opnaði nú götudyrnar, vísaði Natalie inn í anddyrið, og kallaði hástöfum á frú Dobson. En áður en frú Dobson kom, opnuðust dyrn- ar á herbergi hans. „Halló, elsku Bob,“ hrópaði stúlkurödd. „Ég er búin að bíða eftir þér eilífðartíma.“ Bæði Bob og Natalie sneru sér við. Natalie stóð og starði eins og bergnumin á töfrandi, hlæjandi unga stúlliu, sem stóð í dyrmium. Henni fannst hún aldrei hafa séð neina eins fallega og ríkmannlega klædda, nema þá í vikublöðum og tímarituei. Pöt stúlkunnar hlutu að kosta álíka og árse.yðsla þeirra Beste til heimilisins. Hún var klædd reykblárri dragt, með minkaskinnsköntum. Hlægilega lítill hattur sat á ská á höfðinu og huldi næstum annað auga hennar. Hefði þessi fegurðaropinberun ekki verið eins æst og hún var, hefði Natalie haldið að þetta væri skrautbrúða. Hárið var ljósgullið, andlitið lítið og líkaminn grann- nr og fagurvaxinn. „Marjorie Daw,“ hrópaði Bob sýnilega undrandi. „Hvað ert þú að gera hér?“ Hún setti stút á varirnar, sem gerði hana ennþá meira hrífandi. „Ég hafði nú búizt við að mér yrði fagn- að betur — hjartanlegar. Marjorie, yndið mitt. En hvað það er dásamlegt að sjá þig hér. Það hefði verið rómant,ískara.“ Rödd- in var mjúk og hlæjandi. Rödd, sem ekki virtist geta hæft neinni nema einmitt henni. Nú hló Bob líka. „Segjum þá að þú hafir lagt mér orð í munn. En segðu mér nú hvers vegna þú ert hér?“ „Ég strauk að heiman,“ tilkynnti hún með hátíðlegum virðuleika. „Ég hef ferðast alla leið hingað til London til þess að finna þig. Ert þú ekki glaður að sjá mig?“ „Straukstu að heiman? Þú ert að gera að gamni þínu.“ „Nei, alls ekki.“ Hún hristi höfuðið gremjulega. „Ég meira að segja skrifaði kveðjubréf til pabba, og setti það upp á ar- inhilluna, eins og sagt er frá í skáldsögun- um — eða eru það aðeins giftar konur, sem sitja slík bréf upp á arinhilluna, þegar þær strjúka? í bréfinu sagði ég að ég væri orð- in sjúk af iðjuleysi og munaði, að pening- arnir hans væru kvöl fyrir sál mína, svæfðu lífsþrótt minn, og að ég væri ákveðin í að 70 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.