Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 35

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 35
er hún og Natalie voru að drekka te saman einn daginn. „Það yrði stórkostlegt, Natalie,“ sagði Annabel áköf. „Að komast í sjálfa verzlun- lna gefur mögulelika til að verða sýningar- stulka. Það er næstum ]>ví eins gott og að vera leikkona. Þar að auki gefur það tæki- færi til að kynnast efnuðum mönnum, inn- kaupastjórum og jafnvel forstjórum. Ekki einhverja venjulega, auralausa almúgamenn, sem varla hafa efni á því að bjóða manni í kvikmyndahús. Ein sýningarstúlkan giftist rikum aðalsmanni fyrir ári síðan. Hann kom 111 eð móður sinni, sem var að velja sér kjóla, °g varð hrifinn af stúlkunni. Veiztu,“ sagði hún, mjög alvarleg og hnyklaði brýrnar, „veiztu, að ég hef uppgötvað, að það er að- alatriðið fyrir stúlku, sem ætlar að fá góða stöðu, að hitta rétta menn. Menn, sem eiga Peninga. Án þeirra er ekki mikið út úr líf- að hafa.“ „En skiptir það þig engu máli, hvort þú hefur áhuga á starfinu eða ekki?“ „Auðvitað. En ég vildi gjarnan sjá þá iingu stúlku, sem ekki hefur meiri áhuga á karlmönnum en starfinu.“ „Eg held að ég hafi ekki áhuga á karl- mönnum," svaraði Natalie hugsi. , Ánnabel hló. „Þessu trúi ég nú mátulega. Areiðanlega hefur j)ú áhuga fyrir karlmönn- 11,11 —eða réttara sagt karlmanni — er það ekki rétt, Natalié? Þeim, sem sendi þér rós- irnar fyrir jólin.“ Natalie roðnaði. „Nei, áreiðanlega ekki. Nða öllu heldur, ég hef séð hann nokkrum sinnum, þegar liann hefur komið hingað á sjúkrahúsið, en hann hefur ekki séð mig.“ „Hann er myndarlegur, ef ég man rétt. Nða ef til vill er athyglisverður rétta orð- ið. Hvers vegna talar þú ekki við hann, Nat- aiie? Hann gæti útvegað þér góða stöðu, Þegar þý ]íefm- lokið náminu.“ „Eg ætla að tala við hann. Ég fæ áreið- ænloga að sjá hann, þegar ég útskrifast." . að var einhver dularfull álrvörðun í rödd- mni. Annabel leit undrandi. á hana. Það kom einhver sérstakur persónuleiki yfir liana, þeg- ar hún talaði um þennan unga lækni. „Nú er hann orðinn skurðlælmir,“ hélt i atalie áfram. „Hann er mjög duglegur. Að niinnsta kosti segja systurnar það. Hann vnðist eiga mikla framtíð fyrir sér.“ H E IM IL I S B L A Ð I Ð Annabel brosti. „Kannske þið giftið ykkur einn góðan veðurdag. Aunað eins hefur nú skeð.“ Natalie stokkroðnaði og varð áköf. „Vertu ekki með þessa vitleysu, Annabel. Ég hef ekki talað við hann orð í fleiri ár.“ Það var að vísu ekki alveg satt. Ifún hafði talað við hann í síma. Hann hafði liringt á deildina eitt kvöldið, og spurt um líðan sjúklings, sem hann hafði skorið upp um daginn. Iíún hafði svarað spurningum lians rólega og skilmerlcilega. En þegar samtalinu var lokið, hafði hún kreist hendurnar utan um lieyrnartækið, svo að hnúarnir hvítnuðu. Henni varð þungt um andardráttinn og fékk hjartslátt. „Ég hlýt að vera biluð,“ hugsaði hún. „Ég skil ekki hvað gengur að mér. En þegar ég byrja að vinna með honum, verð- ur allt öðruvísi. Þetta er aðeins vegna þess að rödd hans minnir mig á fortíðina, á kvöldið, þegar Beste dó, og liann fékk mig til að samþykkja að fara á munaðarleys- ingjahælið." Það var í lok þriðja námsárs hennar, sem þeir hlutir gerðust, sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirra þriggja, hennar, hans og Marjorie Daws.. Natalie kom inn í eina stofuna dag nokk- urn síðdegis og sá hann standa við rúmið, sem var fjærst henni. Hún snarstanzaði og horfði á hann. Þetta var í fyrsta skipti, sem hún hafði séð hann nálægt sér í mörg ár. Ilann var myndarlegri og alvarlegri en áð- ur. Hann var enn mjög grannur, en hrafn- svarta hárið var farið að grána í vöngum. Hún sá ekki augu hans, en hún mundi hve blá þau voru. Hún mundi líka hvernig þau urðu, þegar hann brosti og nú brosti hann til sjúklingsins. Stofusvstirin kom til henn- ar og sagði lágri röddu. „Þetta er berra Bradburn, ungi skurðlæknirinn. Er liann ekki myndarlegur ? Ifann er eitthvað svo rómantískur. Ifefurðu ekki frétt að frændi hans dó nýlega og arfleiddi hann að ein- hverjum ósköpum af peningum. En ekki nóg með það. Um sama leyti trúlofaðist hann auðugri stúlku, dóttur Steplian Daw, hús- gagnaverksmiðjueigandans.. sem er víst millj- óneri. Þetta er eins og í skáldsögu. Ég hef heyrt að þau ætli að gifta sig í kyrrþey, eftir fáa daga og eyða hveitibrauðsdögunum á ferðalagi ...“ Framh. 79

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.