Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 9
verða framvegis. Hann liafði verið mjög
glaður yfir að fá þessa stöðu hjá liinni ríku,
ensku ekkju, en það leið ekki á löngu, þar
til honum urðu ljósir erfiðleikar þeir er
starfinu fylgdu.
Frú Ealphson vildi ekki láta neitt trufla
sitt áhyggjulausa líf. Hún vildi ekki hlusta
á sögur, sem enduðu sorglega, til dæmis með
sjálfsmorði eða öðrum hryllilegum dauðdaga.
Það leið þess vegna ekki á löngu, þar til
Fernand Guimbelet hafði lesið fyrir hana
allar þær frönsku skáldsögur, sem enduðu
eins og henni þóknaðist, þótt hann væri bii-
inn að skrapa saman allt slíkt hjá bókslöum
í Nizza og Cannes.
Hann óttaðist að missa stöðu sína eða öllu
heldur gat hann ekki hugsað sér að fá ekki
að dvelja í návist ungu frúarinnar. Bn þá
datt honum snjallræði í hug. Hann ætlaði
að breyta sögunum og sérstaklega endi
þeirra, til þess að frú Ealphson geðjaðist að
þeim.
Þegar liann var einn í herbergi sínu á
kvöldin vann hann að þessu. Ilann límdi
pappír inn í bækurnar, á þeim stöðum, þar
sem hann vissi að frúnni líkaði ekki efnið,
og þar samdi hann nýjan texta, sem var
gjörólíkur frumtextanum.
Og ungafrúin, sem lítið þekktki til
franskra bókmennta, grunaði ekki neitt og
naut frásagnanna um ótrúar eiginkonur, sem
játuðu brot sín fyrir eiginmönnunum, fengu
fyrirgefningu vegna smávægilegrar hrösun-
ar og urðu að lokum fyrirmyndar eiginkon-
ur, með stóran barnahóp.
Frú Ealphson virtist hin ánægðasta með
þessi sögulok og það hefði Fernand einnig
átt að vera, en það var hann samt sem áður
ekki.
Hann horfði í laumi á ungu ekkjuna og
stundi við. Þarna sat hún umvafin sólar-
geislum, fagurlega vaxin með gullið hár og
heiðblá augu. Hann fann hvernig hjartað
hamaðist í brjósti hans. Að lokum gat hann
ekki þolað þetta lengur og sagði hógværlega:
„Finnst yður í raun og veru, að allar
skáldsögur eigi að enda vel, frú?Haldið þér
að þannig sé.það í lífinu sjálfu?“
Hún sneri sér að honum og spurði undr-
andi. „Hvað meinið þér með þessari spurn-
ingu yðar?“
„Ég meina, að það er ekki nóg að elska,
til þess að fá ást sína endurgoldna, og það
er ekki nóg að óska sér hamingju — þannig
verða menn ekki hamingjusamir.“
„Bruð þér vissir um það?“ spurði hún í
einlægni.
„Já, það er ég. Ég skal nefna yður dæmi.
Við skulum hugsa okkur — það er að sjálf-
sögðu aðeins ímyndmi —. Við skulum hugsa
okkur, að ég, sem er fátækur og hef ekki
neitt til að bera, sem gæti vakið samúð fag-
urrar konu, elskaði yður og segði yður hug
minn, hvað haldið þér að þá myndi gerast?
Og hverju mynduð þér svara ástarjátningu
minni ?‘ ‘
Unga frúin starði lengi á hann. Ur augum
hennar mátti lesa, að hún var að reyna að
skilja hann, en jafnframt lýstu þau undrun
og tilfinningum, sem koma í ljós, þegar eitt-
hvað óvænt truflar hefðbundna tilveru. Það
var eins og hún vaknaði af draumi, en hún
svaraði ekki spurningum hans.
Fernand Guimbelet stóð á fætur og sagði:
„Frú. Þögn yðar er grimmdarlegri en
nokkurt svar. Nú skiljið þér áreiðanlega, að
lífið er ekkert líkt því, sem lýst er í skáld-
sögunum. Eftir þá viðurkenningu, sem ég
gerði áðan og var óbein ástarjátning, en sögð
í fullri alvöru, liljótið þér að skilja, að ég
get ekki verið stundinni lengur í yðar húsi.“
Það stóð skilningsjurtarvöndur á borðinu
og bak við hann hvarf ungi maðurinn.
Frú Balphson sat lengi hreyfingarlaus.
Hún var óróleg og óákveðin, en barðist við
eitthvað innra með sér.
Á borðinu léku sólargeislarnir um gula
kápu á bók, sem hann hafði verið að lesa
fyrir hana. Hún tók bókina og opnaði hana,
þar sem hann hafði hætt að lesa.
Hún undraðist, þegar hún sá að á blöð
bókarinnar var hingað og þangað límdur
pappír, sem var þéttskrifaður. Hún reif eitt
pappírsblað í burtu og sá þá upprunalegan
texta bókarinnar bak við það. Augu hennar
staðnæmdust við þessar línur.
„Glugginn opnaðist ... hljóð frá líkama,
sem féll niður á gangstéttina ... og svo var
öllu lokið. Um morguninn undraðist fólkið
í þorpinu hver hljóðaði svo óskaplega. . . .
Það var móðirin, sem grét yfir syni sínum,
sem lá dáinn í örmum hennar.“
Það fór hrollur um frú Balphson. Hún
fékk hjartslátt, augu hennar sáu allt sem í
HEIMILISBLAÐIÐ
53