Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 29
sér, og ástarþrá hennar, sem hún lýsti í eld- heitum ástarbréfum til hans, væru aðeins kenjar, sem hún væri að skemmta sér við. Honum liafði aldrei komið til liugar, að hún Æ'engi eins langt og hún nú liafði gert, en samt gat hann ekki litið á það alvarlegum augum. Prú Dobson kom inn og setti tebakka á borðið. Með teinu var smurt brauð, sulta og nokkrar súkkulaðikökur. Marjorie klappaði saman lófunum. „Þetta lítur dásamlega íit.“ Prú Dobson gaf sér góðan tíma til þess að athuga gest doktor Brads í laumi. „Ef það er eitthvað á milli þeirra, get ég ekki álas- að honum,“ hugsaði hún. „Stúlkan er reglu- lega falleg,“ sagði hún við mann sinn á eftir. Bob hellti tei í bollana, og meðan þau drukku sagði liann, ekki alveg laust við hæðni. „Þú hefur vonandi tekið með þér einhvern farangur í þessa pílagrímsferð þínaf1 „Auðvitað. Ég tók með mér snyrtitöskuna mína og skartgripina. Mér datt í hug, að það væri gott að hafa eitthvað til að selja, þegar við hefðum enga peninga.“ Þetta sagði hún í fullri alvöru, en þó með glettnisglampa 1 augmium. Bob þóttist ekki taka eftir þessari athuga- semd hennar, en hló með sjálfum sér og fann á ný til löngunar til að taka þessa lífsglöðu fegurðardís í arma sína. Hann vissi með sjálfum sér, að ef hann gerði það, væri hann glataður. Eina mögulega lausnin, til þess að losna úr þessari klípu, var að senda Mar- jorie beinustu leið til föðurhúsanna. „Hvar er snyrtitaksan ?“ spurði hann. „Ég skildi hana eftir á járnbrautarstöð- ini. Við getum sótt hana á leiðinni til gisti- hússins.“ hún brosti kankvíslega. „Ég neyð- Jst vist til að búa að minnsta kosti eina nótt 1 gistihúsi. Við getum varla gift okkur í kvöld ?‘ ‘ „Nei, — við getum alls ekki gift okkur, Marjoríe Daw. Að minnsta kosti ekki fyrr eo að nokkrum árum liðnum,11 svaraði hann alvarlegur „Páðu þér meira te. Ég þarf að tala við þig.“ Nú vissi hún að það var al- vara, fyrst hann var farinn að ávarpa hana með fullu nafni. Samt var hún ákveðin í því, að alvaran skjddi ekki fá algjörlega yfirhöndina. „Við skulum setjast á legubekkinn,“ sagði hún ísmeygilega. „Þá get ég kúrt í handar- krika þínurn. Það er miklu þægilegra að tala þannig saman.“ Hann hristi höfuðið, en gat ekki stillt sig um að brosa. „Þú situr þar sem þú ert, og ég stend hérna við arinhilluna.“ „Þú vilt halda þig í hæfilegri fjarlægð,“ sagði hún glaðlega, en þó var ekki laust við að hún væri svolítið smeyk. Iíún hafði alltaf verið dálítið hrædd við Bob, þegar hann setti upp þennan svip, því þá var eins og allar heimsins áhyggjur livíldu á honum. Bob renndi hendinni eftir arinhillunni í leit að pípunni. Þegar hann hafði kveikt í henni fannst honum hann öruggari. Hún veitti honum sjálfsöryggi. „Við getum ekki gift okkur núna, Marjorie,“ sagði hánn loks- ins. „Það væri ekki rétt gert.“ „Svei. Ég veit vel hvað þig langar til að segja — að það væri ekki rétt gagnvart mér. Þú álítur það ekki vera rétt, vegna þess að ég hef alltaf haft næga peninga, en ef ég giftist þér, hefði ég enga. En mér er fjand- ans sama um það, Bob,“ — rödd hennar brast — „það ert þú, sem ég vil fá.“ „Ég ætlaði að fara að segja, að það væri ekki rétt gagnvart mér, Marjorie Daw,“ sagði hann stillilega. Hún starði á hann, og léttur roði breidd- ist um kinnarnar. Augun lýstu undrun. „Að það væri ekki rétt gagnvart þér?“ Iíann tók út úr sér pípuna, hóstaði og endurtók. „Nei, það væri ekki rétt gert gagn- vart mér. Það myndi þýða, að ég yrði að lifa háður öðrum fjárhagslega ennþá nokk- ur ár. Annaðhvort það, eða að gefast upp við að ná því takmarki að verða skurðlækn- ir. Ég veit, að ef ég giftist þér, mun faðir þinn ekki hafa svo mikið á móti því, þegar allt kemur til alls. Ég hef nógu mikið sjálfs- álit til að trúa því. Það getur verið að hann látist vera andvígur giftingunni og lofi okk- ur að basla í nokkra mánuði til þess að láta þessa unglinga læra lífsreglurnar, eins og hann mundi orða það, en áður en langt um liði mundi hann fara að ausa í okkur pen- ingum, undir einhverju yfirskini. Hann kynni að finna upp á því að hafa samband við frænda minn, sem ekki vildi vera minni maður en faðir þinn, og senda okkur nokkr- ar virðulegar ávísanir. A þennan hátt mund- um við lifa á náðarbrauði þeirra árum sam- heimilisblaðib 73

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.