Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 13
fús til að svíkja einhvern herranna nm dans,
hefði hann beðið hana um það. En hann
stóð aðeins og liorfði út í loftið, svo Mir-
anda vissi ekki hvað liún átti að gera. Hún
gekk til hans og stakk hendinni undir arm
hans.
„Geðjast yður alls ekki að mér,“ spurði
hiui.
Hann horfði þögull á hana, eins og hann
tryði ekki sínuni eigin eyrum.
Hún þrýsti handleg hans. „Gerir þii það
ekki?“
Hann hreytti einhverju út úr sér, vafði
hana svo skyndilega örmum og dró hana þétt
að sér. Hjarta Miröndu sló ákaft, þegar hann
þrýsti fyrsta kossinum á varir hennar. Svo
hrynti hann henni kuldalega frá sér.
„Hvers vegna komstu mér til að gera
þetta?“ spurði hann sýnilega reiður.
„Þér þvkir þá vænt um mig,“ stundi hún
upp.
„Þykir vænt um þig? Nei, það get ég
fulllvissað þig um að ég geri ekki. Ég fyrir-
lít þig af öllu hjarta mínu. Þú ert gjörbreytt.
Þú ert ekkert annað en venjuleg daðurdrós.
Eftirmynd af blóðsugum, sem sjást í kvik-
mjmdum. Áður bar ég þó virðingu fyrir
þér.“
„Virðingu," endurtók Miranda gremju-
lega. „Þii getur borið virðingu fyrir örnrnu
minni, en um slíkt kæri ég mig ekki. 011
þessi virðing þín fvrir mér, hefur sennilega
horfið, þegar ég vildi ekki lengur stoppa í
sokkana þína. En nú er ég hætt því. Það get
ég gert, þegar ég er orðin gömul. En nú er
ég ung og ég vil njóta æsku og gleði, en ekki
þinnar asnalegu virðingar."
Hún þagnaði og horfði fram hjá honum,
eins og liann væri ekki til, sveipaði kjólnum
að sér og hvarf inn í danssalinn.
Bakslagið kom þegar næsta morgmi og hún
skrifaði Polly örvæntingarfullt bréf. „Hann
segist fyrirlíta mig og ég held bara að hann
geri það. Á ég að halda áfram þessum hræði-
lega leikaraskap eða á ég að verða aftur ég
sjálf ?“
Pollly skellihló, þegar hún las bréfið og
svar hennar var einkennandi fyrir hana.
„Vertu ekki áliyggjufull — nú ert þú senni-
h'ga þú sjálf í fyrsta skipti á ævinni. Hat-
ur 0g fyrirlitning er góðs viti — sjáðu til
heimilisblaðið
góða mín. En í. Guðs bænum byrjaðu ekki
á því aftur að stoppa í sokkana hans.“
Miranda gat ekki látið vera að úthella of-
urlitlu af tárum út af þessum ábendingum
vinkonu sinnar, þótt hún, að vissu leyti nyti
hinnar nýju tilveru sinnar, lá við að hún
gæfist upp, því óvinátta Davids var meira
en hún gat þolað til lengdar. Hann heils-
aði henni stuttlega við matborðið, en yrti
annars varla á hana. Hann liafði ekki einu
sinni boðið henni í gönguferð, en þó hafði
hún oft séð hann fara út með ungfrú Jones.
Ilenni leið illa, þegar liún gekk fram hjá
herberginu hans. Það leit hræðilega út. Föt-
in hans og bækurnar lágu eins og hráviði um
allt, af því að liún lagaði ekki lengur til hjá
honum. Hnágur af vindlingastubbum lágu í
eldstæðinu, það héngu hálsbindi yfir spegl-
inum og rúmið var eins og ruslahrúga. Það
var erfðiast fyrir hana að þola þetta með
herbergið. Hún hafði notið þess að taka til
í því, og hafði alltaf sett ný blóm í vasa á
borðinu.
Um þrem vikum eftir dansleikinn, til-
kynnti David, að hann hefði í hyggju að
flytja úr skólastjórabústaðnum. Þrátt fyrir
öll mótmæli sagðist hann vera búinn að not-
færa sér of lengi gestrisni skólastjórans og
ætlaði að leigja sér herbergi í bænum. Mir-
anda var að vissu leyti fegin þessum frétt-
um, því að það var henni hreinasta kval-
ræði að þurfa að umgangast hann eins og
óviðkomandi mann. En innra með sér kvald-
ist hún af sorg og örvæntingu.
Tveim kvöldum áður en hann ætlaði að
flytja, fór hún snemma upp í herbergi sitt,
afklæddi sig og fór í náttföt. Síðan settist
hún við gluggann og fór að lesa.
En liún gat ekki haft hugann við lestur-
inn, og fann að hún myndi ekki getað sofn-
að, þótt hún færi í rúmið, svo að hún fór
að laga til inni hjá sér.
Allt í einu gekk hún fram að dyrunum
og gægðist fram á ganginn. Öllu virtist óhætt.
Foreldrar hennar voru að spila við einn af
kennurum skólans og konu hans og David
var einhvrs staðar úti. Hún læddist hljóð-
lega eftir ganginum og inn í herbergi Davids.
Þvílík ruslakista. Hún leit umhverfis sig
og stundi. Það var varla nokkurs staðar auð-
ur blettur. Rúmið, gólfið, stólarnir og borðið
var allt þakið öllu mögulegu, sem einum
57