Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 33
endurgreiða honum skuld sína, smátt og smátt, eftir því sem tekjur lians leyfðu. „Þú ert meiri heimskinginn, Bob,“ hafði Marjorie sagt. „Ef þú heldur svona áfram, getum við aldrei gift okkur.“ Og þá urðu grænleitu augmi hennar afar sorgmædd, þeg- ar hún gældi mjúklega með fingurgómunum við hönd hans. „Eg varaði þig við því að vera að bíða eftir mér.‘ ‘ „En hef ég ekki beðið í löng fjögur ár, Bob.“ „Það getur farið svo, að það verði fjögur i viðbót og svo ennþá ein fjöfur,“ sagði hann stríðnislega. „Þá verð ég orðin gömul kerling.“ Hún hló aðeins. „Það getur þá orðið gamalmenna- brúðkaup, sem blöðin geta gert sér mat úr. Og þá verð ég orðin gömul og ljót, svo að Þú losnar fljótlega við mig.“ „Þú getur aldrei orðið annað en falleg,“ svaraði hann sannfærandi. „0, elsku Bob, má ég kyssa þig fyrir þetta.“ Hún flaug upp um hálsinn á hon- um og augu hennar urðu vot af tárum. „Eg hata þig,“ sagði liún — „en samt elska ég þig svo óskaplega. Iíugsa sér að þurfa að bíða svona lengi eftir eiginmanni.11 Hann hélt henni dálítið frá sér, augun kipruðust saman og það strengdi á vörun- um. „Þú veizt að ég er þess virði að bíða, — annars myndirðu ekki gera það.“ „Herra sjálfsöruggur,“ sagði hún glettn- islega. Hann liristi hana, hlæjandi. „Er ég ekki þess virði, Marjorie Daw — er ég það ekki?“ endurtók hann. Þegar hún svaraði ekki, þrýsti hann lienni að sér og kyssti rauðar, hjóðandi varir hennar. Hún var orðin tuttugu og eins árs, en ennþá sama dekurspillta, fagra og alvöru- lausa barnið. Iíann elskaði hana takmarka- laust, þegar hún var hjá honum. Iiann elsk- aði lífsglaða hláturinn hennar, mjúku rödd- Uia, seni ekki gat tilreyrt neinni veru, nema henni. Hann elskaði ljósa hárið, sem virtist næstum livítt í vissu ljósi, og grænleitu gáska- fullu augun. Hins vegar livarflaði hugur hans sjaldan Þ1 hennar, þegar hún var fjarverandi. Hann áleit, að það stafaði af því, að þá væri hug- ui' hans allur við störf hans og áhugamál. Hann var líka sannfærður um að ekkert -— alls ekkert -— gæti haft truflandi áhrif á huga hans í sambandi við starfið. Þegar allt kemur til alls t-ilheyra konur hinni alvöruminni hlið þessa lífs. Bob var liæfilega gamaldags í skihiingi sínum á kon- um. Þær áttu að vera til afþreyingar fyrir manninn, áhyggjulausar, fagurskapaðar ver- ur, sem maður gæti hallað sér að, að loknu dagsverki. Mannverur, sem maður skemmti sér með, og hvíldi sig hjá, þegar maður þarfnaðist og liefði tíma til. Bob kom það aldrei í hug, að það væri til kona, sem vildi taka beinan þátt í lífi hans og störfum, taka þátt í áhyggjum hans og gleði þeirra vegna, eða svo tengd hugarheimi hans, að hann gæti ekki án hennar verið. Ef Marjorie vildi bíða eftir honum ætl- aði hann sér að kvænast henni. Samt sem áður gerðist það, þegar hann lá í rúmi sínu á mörkum svefns og vöku, að hann fór að hugsa um kastaníubrúnt hár, stór, brún augu og fölt barnsandlit. Einstæðingsstúlkan á „Heimilinu" leitaði á huga hans, miklu oft- ar en hann sjálfur vildi viðurkenna. Það var eitthvað frumlegt við hana, eitt- hvað heillandi og undarlegt. Hann hafði allt- af á tilfinningunni, að hún vissi hvað hann hugsaði, áður en hann sagði það. Hann liafði einnig fundið, að liennar líf var á einhvern óskýranlegan hátt tengt hans. Fjarstæða. Hann var allt of sjálfstæður maður til þess að nokkuð mark væri takandi á þessu. Svo var það einn góðan veðurdag að bréf kom frá forstöðukonunni, frú Goddard, varð- andi það, að ein af stúlkunum hennar, Nat- alie Norris, óskaði eftir að komast á sjúkra- hús sem nemandi. Hvort hann væri fáan- legur til að gefa henni meðmæli og leggja henni liðsinni. Hann svaraði því til, að það væri honum mikil ánægja að gefa henni meðmæli við ■VVestern sjúkralnisið, og að hann skvldi tala við forstöðukonuna sama dag. En hann hafði ekki farið og heimsótt Natalie, þótt liann, um leið og liann fékk bréfið, hefði ásett sér að gera það. Honum kom í hug að setjast beint inn 1 bílinn og aka sem leið lá til „Heimilisins“. Nú myndi hún vera orðin þroskuð stúlka, seytján eða átján ára. HEIMILISBLAÐIÐ 77

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.