Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 32
Það kom reiðiglampi í augu Natalie. „Nei, ég er ekki ástfangin af honum,“ svaraði hún ákveðin. Hún ætlaði að halda áfram, en Annabel vildi ekki láta hana sleppa. „0 — víst. Ég sé það á þér. Sko, — þú roðnar. Þú ert alveg bálskotin í honum. Ef til vill færðu meira en rósir frá honum. Kannske gefur hann þér koss, við og við. Kannske ...“ Lengra komst Annabel ekki. Með rósirnar í annari hendinni, rak Natalie Annabel lcinnhest og strunsaði -frain hjá henni, Annabel stóð eftir tmdrandi og strauk eld- rauða kinnina. „Ég lief vitað ...“ byrjaði hún, en í því kom ein af systrunum. „Hvað er að sjá andlitið á þér, Annabel?“ spurði hún ákveðin. „Ekkert,“ svaraði Annabel snöggt. „Ég hrasaði og datt á stól, systir.“ Annabel stríddi Natalie aldrei framar með doktor Brad. Hún forðaðist að minnast á heimsóknir hans og einnig er hún veitti því athygli að hann var hættur að koma. Einn mánuður leið, tveir og þrír mánuðir liðu án þess að hann léti sjá sig. Natalie lærði námsgreinar sínar og vann skyldustörf sín eins og fyrr, en liún var ekki eins og hún átti að sér lengur. Annabel, sem þótti reglulega vænt um hana, tók greinilega eftir þessu. Stundum var eins og dökkur skuggi hvíldi yfir brrinum augunum, og þau fengu annarlegan blæ — af vonbrigðum og ófull- nægðri þrá. „Hún er ástfangin af lækninum,“ hugsaði Annabel. „Bannsettur þrjóturinn.“ Iíenni fannst hann eiga að heimsækja hana öðru hvoru. Það liefði verið allt annað, ef hún hefði átt skyldmenni. En nú heimsótti engin hana lengur. Natalie geymdi bók undir rúmdýnunni. Það var liluti af gamalli símaskrá. Annabel botnaði ekkert í hvers vegna hún var að geyma þetta bókarræksni, fyrr en dag einn, er hókin datt á gólfið, þegar hún var að snúa dýnunni og út úr bókinni féll pressuð rós. Það var næstum heilt ár síðan doktor Brad liafði komið í heimsókn. Það var eiginlega ekki hans sök, að hanu hafði hætt að heimsækja Natalie. Lífið hafði íþyngt honum svo með vinnu og skyldum, að hann hafði aldrei stundarfrí til þess að bregða sér á „Heimilið“. Þegar liðnir voru fimm mánuðir, síðan hann hafði komið þar síðast, fór samvizkan að segja til sín. „Von- andi er liún búin að gleyma mér,“ hugsaði liann til að friða samvizkuna, en það dugði ekki, því með sjálfum sér vissi liann, að stúlkubarn eins og Natalie mundi ekki gleyma svo auðveldlega. Ef til vill fór liami ekki, vegna þess að hann treysti sér ekki til að horfa í sorgmædd, brún augu hennar — sem ekki voru lengur barnsaugu. Natalie hafði þroskast. Það liafði gerzt ótrúleg breyting á henni milli tveggja síðustu lieimsókna hans. Han minntist þess nú, að hann hafði séð hana í öðru ljósi en áður. f fyrsta sinn hafði liarin tekið eftir kastanhibrúna litnum á stuttu, liðuðu hári liennar, hinum fíngerðu, kvenlegu andlitsdráttum, fallegum, rósrauð- um vörunum, —- sem sögðu svo undarleg orð —■. Það var alls ekki iiægt að líta á hana sem barn lengur, og þess vegna virkaði hin augljósa aðdáun liennar truflandi á hann. Hann reyndi að sannfæra sjálfan sig um að þetta væri aðeins barnsleg aðdáun. Samt sem áður gat hann ekki vikið henni úr liuga sér og eitthvað eirðarleysi ásótti hann allt kvöldið. Þótt hann liáttaði gat hann ekki sofnað. Hann gat ekki slitið liugann frá lienni, og varð að viðurkenna fyrir sjálfum sér, að í raun og veru væri hann farinn að liugsa um hana sem fagra, unga stúlku. En á daginn átti hann alltaf mjög annríkt og var ekki að velta fyrir sér sínum eigin málefnum. Hann var nú útlærður sérfræð- ingur í skurðlækningum og ekki lengur kall- aður Brad læknir, heldur herra Róbert Brad- burn, ungur, efnilegur skurðlæknir með sí- vaxandi álit. Hann hafði sett upp nafnskilti sitt í Wig- morestræti, þótt liingað til hefðu ekki marg- ir virzt veita því athygli. Aðalstörf hans voru margs konar skurðaðgerðir á opinber- um sjúkrahúsum, þar sem hann hitti þekkta sérfræðinga og náði í mikilvæg sambönd. Fjárhagurinn var enn lieldur bágborinn, en hann flaut þó nokkurnveginn ofaná, og einn mesti liamingjudagur í ævi hans liafði verið sá, þegar hann gat endursent hina ársfjórð- ungslegu ávísun frá frænda sínum, ásamt vinsamlegu þakkarbréfi. Hann hafði tilkynnt frænda sínum, að framvegis þyrfti liann ekki á lijálp hans að halda og að hann myndi 76 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.