Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 17
Keppnin um brúðkaupsferðina átti að hefj- ast. „Við skulum koma,“ sagði Raoul. „Svona lagað er venjulega ekkert skemmtilegt.“ „Hver veit,“ svaraði Pierette brosandi. Stjórnandinn lióf mál sitt. „I kvöld er hér fjöldi af nýgiftu og nýtrúlofuðu fólki. Við höfum ákveðið að veita 20.000 franka verð- laun því pari, sem beztar viðtökur áhorf- enda hlýtur sem fegursta, gæsilegasta og það hamingjusamasta. Ljóskösturum verður nú beint að stúkunum, þar sem þessir ungu elskandi gestir okkar sitja. Við byrjum. Stúka no. l.“ Dynjandi lófaklapp kvað við. „Við skulum fara,“ hvíslaði Raoul. „Þeir eru vísir til að álíta okkur trúlofuð og draga okkur þannig inn í keppnina.“ „Já, við skulum fara rétt strax. En ég er svo forvitin að sjá, hvernig þessu reiðir af. Annars er þetta mjög snjöll hugmvnd.“ „Stúlka no. 7,“ tilkynnti stjórnandinn. Hinir sterku ljóskastarar beindust nú að Raoul og Pierette. Pierette var bæði fögur og glæsileg að sjá, í hinum rauðleitu geisl- um ljósanna og Raoul horfði á hana með að- dáun og stolti. Oafvitandi lék hann hlut- verk ungs eiginmanns, sem hreykinn og ham- ingjusamur, nýkvæntur eiginmaður, sem með hrifningu sýnir umheiminum sína lieittelsk- uðu. Lófaklappið kvað við og fagnaðarlátum fólksins ætlaði aldrei að linna. Loks varð stjórnandinn að gefa merki um að hann vildi segja eitthvað. Ungu manneskjurnar í stúku 7 sátu eins og í leiðslu. Þau forðuðust að líta livort á annað. Þegar keppninni er lokið og stjórn- andinn tilkynnir, að stúka 7 hafi hlotið verðlaunin, standa þau upp, en setjast í flýti aftur, þegar lófatakið og hyllingarhrópin kveða við. „Pierette?“ tautaði Raoul. Hún leit á hann með fögru, dökku augun- um sínum, brosandi, en þó alvarleg. „Pierette . . . við tökum við verðlaunun- um .. . og förum í brúðkaupsferð . . . er það ekki?“ „Jú. Það finnst mér við eigum að gera, Raoul.“ Krossfestingarmynd Koger van der Wedens, er ein af þekkt- ustu og dýrmætustu listaverk- Vínárborgar. <> Þvzki hnefaleikameistarinn Dieter Braun, fékk svínið í gjöf frá aðdáanda. HEIMIL tsblaðtð 61

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.