Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 6
hvað hann væri liættulegur. En menn verða líka að hafa það í huga, að þar sem górillu- apinn er svo sjladséður, að jafnvel þeir, sem mest liafa ferðast um í Afríku hafa aðeins mætt honum örsjaldan. Yera kann, að Du- Chaillu hafi verið óheppinn, og mætt þarna sérstaklega illvígum einstaklingi ,því górillu- apar geta verið — alveg eins og við mennirn- ir — bæði friðsamir og árásargjarnir. Martin Johnson skýrir frá því, að í fyrsta skipti sem hann mætti górilluapa, hafi hann orðið eins og lamaður og ekki getað hreyft legg né lið. Hann hafði orðið fyrir árásum af villtum fílum, æðandi nashyrningum og öskrandi ljónum, en ekkert af þessu væri sambærilegt við þá tilfinningu sem greip hann, þegar liann stóð frammi fyrir risavöxn- um apanum, ægilegum utlits með blóðrauð- an tanngarðinn og vígtennur, sem mest líkt- ust sverðum, sem huldust að mestu, þegar hann urraði. En þó leit hann ekki á górillu- apann sem hættulegt dýr. Pramkoma hans var svo ógnvekjandi til þess, fyrst og fremst, að hræða hinn óboðna gest frá því að ráðast á maka hans og afkvæmi. Þótt apinn væri með drápssvip og hinn grimmdarlegasti, réðst hann ekki á neinn af leiðangursmönnum Mar- tins. Górilluapinn lifir að mestu á safaríkum ávöxtum, nýjum bambusteinungum og hin- um mjúku stönglum af fingurbreiðu grasi. Þó kemur fyrir að ungar ræni fuglahreiður til að ná eggjum og ungum. I þurrkatímunum, þegar erfitt er að ná í gómsæt blöð og ávexti, ráðast aparnir mn á akra hinna innfæddu og'valda miklum spjöllum. Negrarnir reyna að flæma þá burtu, með því að fara í hóp- um um akrana æpandi og berjandi bumbur. Takist ekki að reka apana burtu á þennan hátt, reyna negrarnir að reka þá á flótta með skipulegri vopnaðri árás. í sannleika sagt vilja negrarnir ógjarnan lenda í útistöðum við górilluapana, sem þeir óttast meira en nokkurt annað dýr skóganna. En þegar negrarnir eru í hópum á opnu svæði reynast þeir venjulega sigurstranglegri og aparnir virðast einnig skilja að kraftar þeirra og lagkænska, sem næstum alltaf færir þeim sigur í frumskóginum, þar sem barist er í návígi, gagnar ekki, þegar berjast á við negraflokka, vopnaða eitruðum örvum, á ber- Aðalóvinur górilluapans er pardusðyrið, sem liann rœður þó veí við. svæði, og þess A'egna hefja aparnir skipulegt undanhald til heppilegri vígstöðva. Ef viðureign milli apa og negra æt'ti sér stað í frumskóginum, mundi bardaginn í flestum tilfellum enda með því að górillu- apinn grípur negrann með ótrúlegum við- bragðsflýti og bókstaflega tætir hann í sund- ur. Þarna, á landareign apanna, er ótti negr- anna við þetta dýr svo mikill, að þeir yfir- gefa byggð sína, ef mannaparnir gerast of nærgöngulir. Górilluaparnir lifa fjölskyldulífi. Hver fjölskylda er venjulega eitt karldýr, nokkur kvendýr og hópur unga. Sem sagt fjölkvæn- islíf og stór barnaliópur. Stundum safnast nokkrar fjölskyldur saman og mynda hjörð, sem telur 30—40 apa. Af frásögnum frá ýmsum tímum, frá Evrópubúum, sem haft hafa tækifæri til að fylgjast með lífi górill- anna í skógunum, er hægt að gera sér grein fyrir fjölskyldulífi þeirra. Eins og flestar plöntuætur eru górillu- fjölskyldurnar á flakki í fæðuleit, og dvelja sjaldan meira en ema nótt á sama stað. Und- 50 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.