Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 15
Brúðkaupsferð í verðlaun Effir Paul-Louis Hervier Raoul situr í stórri skrifstofu, þar sem hávaði af sanitölum og vélritunarglamri ger- ir honum næstum ómögulegt að festa hug- ann við vinnuna. Það er hrópað upp gengi verðbréfa, lesin fyrir viðskiptabréf og gefn- ar upplýsingar um viðskiptavini, sem koma °g fara, skvaldrandi og háværir, svo að mað- ur gæti hugsað sér að þeir væru að æfa sig Undir hátalarakeppni. En mitt í þessari háreysti, á stað sem til- heyrir eftirlitinu, situr hin yndislega Pier- ette önnum kafin og ótrufluð af öllum há- vaðauum, án þess að líta til Raoul, á þann hátt, sem hann hefur lengi beðið eftir. Raoul er ekki laus við að vera dálítið feiminn. Skortur hans á kjarki er orsök þess, að hann hefur ekki fyrir löngu sagt þau orð við Pierette, sem brunnið hafa á vörum hans. í þess stað hefur þessi skortur hans á liugrekki gert hann ofurlítið broslegan. En eins og blóm, sem snýr sér að birtunni, gefur hann þessari fögru, ungu stúlku auga. Hún er frænka forstjórans og gefur öðrum for- dæmi með óþrjótandi dugnaði sínum og skyldurækni. Prænka forstjórans. Er það þess vegna eða er það vegna fegurðar hennar, að Pierette gegnir ábvrgðarstöðu í fyrirtækinu og fólk umgengst hana með sérstakri virðingu. Með- al annars er það virðingin, sem aftrar Raoul frá því, að segja henni hversu hrifinn hann er af henni, og kemur honum til þess að vera í senn auðmjúkur og klaufalegur, þeg- ar hann talar við hana. 0, hvílík hamingja. Nú leit hún upp. Hún rennir augunum um skrifstofuna og — jú sjá, hvort hægt væri að vekja þig til þíns raunverulega lífs aftur.“ „Nú er ég ekki lengur hrædd um þig,“ sagði Miranda blíðlega og af einlægni. „Ég var svo hrædd um að þú mundir aldrei koma hingað aftur, eftir að hafa flutt.“ Hún vafði handleggjunum fast um háls hans. Hann horfði rannsakandi á hana, um leið °g hann sneri andliti hennar að sínu, beygði sig niður og kyssti hana. „Auðvitað flyt ég héðan,“ sagði liann. „Ég hef fundið lítið hús. Yndislegt, lítið hús með hálmþaki, fallegum garði og brunni.“ „0,“ kjökraði Miranda. „Ertu viss um að það sé ekki raki í því?“ „Litli kjáninn þinn.“ Hann kyssti hana nftur. „Auðvitað kemur þú með mér, og annast það fyrir mig. Geturðu hugsað þér mig aleinan í þessu húsi, Miranda. Ég svæfi sennilega í tennisbúningnum, en mætti í skól- anum í samkvæmisklæðnaði. En ef þú held- ur áfram að gráta svona, verður þar áreið- anlega raki.“ „Ég er svo hamingjusöm,“ andvarpaði hfiranda. Brátt varð hún alveg róleg og þá lyfti hann henni upp á arma sína, bar hana gegn- um ganginn og setti hana niður fyrir framan herbergisdyr hennar. „Þú hefur hætt mannorði þínu, en nú er allt komið í gott lag,“ sagði hann hlæjandi. „Góða nótt, elskan mín.“ Hún þrýsti sér að honum eitt augnablik og skauzt svo inn í herbergið. Hún teygði handleggina upp yfir höfuðið, glöð og hamingjusöm. Þá kom hún auga á bréf Pollyar á náttborðinu, greip það og ætl- aði að rífa það í tætlur. En hún hikaði og horfði hugsandi á það. Hafði Polly ekki haft rétt fyrir sér? Iiún hló og lagði bréfið nið- ur í skúffu. „Það náði þó, þrátt fyrir allt, tilgangi sín- um,“ sagði hún ánægð. Iíún fór upp í rúmið lokaði augunum og reyndi að sofna, svo að morgundagurinn kæmi sem fyrst með nýja tilveru og allar dásemdir lífsinss. H E IM IL I S B L A Ð IÐ 59

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.