Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 14
karlmanni tilheyrir. Það var engin ástæða til að leika þennan skrípaleik lengur, hugs- aði Miranda. Hann var hvort eð var að flytja, og hún gat vel gert honum greiða í síðasta skiptið, með því að hverfa aftur í hið fyrra þjónustuhlutverk. Hún liófst handa að laga til. Eftir stutta stund fór allt að líta betud út og loks var herbergið orðið eins snyrtilegt á að líta, eins og það liafði verið áður fyrr. Þegar allt var komið á sinn stað, leit liún í kring um sig, fór upp í herbergi sitt og sótti vasa með rósum, sem hún setti í gluggakistuna. Þá var þessu lokið, og hún ætlaði að fara að yfirgefa herbergið, þegar hún kom auga á jakka, sem hékk bak við hurðina. Það vant- aði tvo hnappa á hann. Hún hljóp inn til sín og sótti saumakörfuna sína. Þegar hún hafði fest tölurnar og ætlaði að fara að hengja jakkann upp, heyrði hún þungt fóta- tak í stiganum. Augnabliki síðar opnuðust dyrnar og David kom inn. Hann horfði öskureiður á litlu veruna í ljósrauðu náttfötunum. „Má ég spyrja, hvað eruð þér að gera hér,“ spurði hann hörkulega. Miranda roðnaði. Svona framkoma fannst henni óþolandi. Svo var eins og rödd Polly hljómaði fyrir eyrum hennar. „Páðu hann til að veita þér athygli.“ Hún tók í sig kjark, stakk höndunum í vasana, með ögrandi svip og settist í stól. „Ég er hér til að eyðileggja mannorð mitt,“ sagði hún glettnislega. „Þér eruð bú- inn að glata allri virðingu fyrir mér, án nokkurrar ástæðu. Þess vegna datt mér í hug að fara hingað inn, svo að þér hefðuð eitthvað til að ergja yður yfir.“ Hörkudrættirnir um munn hans urðu enn sterkari og hann roðnaði af reiði. „Viljið þér vera svo vmsemlegar að hypja yður héðan,“ hvæsti hann. Miranda varð skelkuð, en lieppnaðist þó að láta líta svo út, sem kún væri undrandi. „Eigið þér vindling,“ spurði hún vin- gjarnlega. „Ætlið þér að fara af s.jálfsdáðum, eða á ég að kasta yður út,“ spurði hann. „Uss. Gerið ekki svona mikinn hávaða. Hugsið yður ef pabbi hevrði til yðar,“ sagði hún hæðnislega og hló. Hún leit í kringum sig, gekk síðan að ar- inhilluimi, tók vindling úr pakka, kveikti í honum og settist aftur í stólinn. „Ég ætla að reykja þennan vindling — það var til þess, sem ég kom, jafnvel þótt ég særi hégómagirnd yðar með að viður- kenna það, herra Armstrong. Svo skal ég fara, því að ég finn að ég er ekki velkominn gestur.“ David hafði staðið í sömu sporum og liorft þungbúinn á hana. Svo rétti hann snöggt fram hendina, þreif vindlinginn af henni og lienti honum í arininn. Svo varð þögn. „Ég gef yður — þér fáið tvær mínútur til þess að koma yður liéðan út,“ sagði hann ógnandi. Það lá við að hjarta Miröndu hætti að slá, en samt tókst henni að lialda ró sinni. „Ég fer, þegar það hentar mér,“ sagði hún ákveðin. „Og það getið þér ekki hindr- að mig í að gera.“ „Við skulum sjá til.“ Djúp þögn ríkti milli þeirra. Ekkert hljóð lieyrðist, nema hraður andardráttur þeirra beggja og tifið í klukkunni. Miröndu fannst hjarta sitt slá svo hratt, að David hlyti að heyra það. Hann stóð enn í sömu sporum — og nú sló klukkan. Miranda stóð á fætur og gekk áleiðis til dyranna. En þegar hún ætlaði að fara að opna þær, greip David um axlir li'ennar, sneri henni við, faðmaði hana að sér og þakti andlit hennar og liáls með kossum. Allt baráttuþrek hennar hvarf. Hún varð máttlaus í hnjánum, fölnaði, og lá hálf mátt- vana í örmum lians. Ifann liorfði niður á andlit liennar, sem lá upp við brjóst hans og varð hálf skelkaður. „Miranda. Iívað er að, Miranda?“ Iiann hristi hana blíðlega og þá opnaði hún aug- un og brast í grát. „Miranda,“ hvíslaði hann angurvær. „Get- ur þú fyrirgefið mér. Vertu ekki að gráta — ég get ekki afborið það. Ég elska þig og vil ekki sjá þig gráta.“ Ekki hennar dvínaði smátt og smátt. „Ég kom aðeins til þess að laga til,“ snökkti liún. „Fyrst þú — þú ert að fara, þá var það sama hvort þér líkaði það eða ekki.“ „Ástin mín,“ sagði hann og skellililó. „Ég var aðeins að stríða þér, Miranda. Ég vildi 58 HEIMILIFBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.