Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Qupperneq 16

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Qupperneq 16
— þau staðnæmast við hann. Það liggur við að hjarta hans hætti að slá, og bíði. Hvað ætlar hún að segja við hann? Augnabliki síðar stendur hún hjá honum. „0, herra Doularque,“ segir hún, „lítið á þennan reikning X 796. Hann sýnir inn- eign upp á kr. 8,25, en viðskiptavinurinn skrifar að samkvæmt reikningi hans . . .“ Raoul þorir ekki að horfa í hin ljómandi augu, sem nú hvíla spyrjandi á honum. Hann beygir höfuðið yfir pappírana, eins og öll athygli hans beinist að þeim. En hugs- anir lians smiast um allt, annað. „Ó, hvað þú ert fögur,“ langar hann mest til að segja. „Eg elska þig.“ En hann segir ekkert. Iiann þorir það ekki, því hann ótt- ast að hún muni aðeins hlæja að lionum, og svo gæti forstjórinn, frændi hennar, frétt þetta, og hreinlega rekið hann. Nei, þetta var aJveg vonlaust. Og þessi viðskiptavinur var honum einskisvirði í augnablikinu. „Iívernig á ég að leiðrétta þetta ósam- ræmi, herra Doularque?“ „Þér verðið að skrifa viðskiptavininum og senda honum afrit af viðskiptareikningi lians. Gjörið þér svo vel, ungfrú.“ Hún ætlaði að fara að ganga burt, þegar Raoul varð allt í einu svo kjarkmikill að sgeja: „Ungfrú. Það er eitt, sem ég vildi gjarn- an spyrja yður um. Það er viðvíkjandi ... nei, við skulum láta það bíða þangað til síðar.“ Þegar hann tók eftir undrun hennar og ofurlitlu stríðnisbrosi, bölvaði hann í hug- anum uppburðarleysi sínu. I einliverju fáti tóku orðin að streyma fram úr honum. „Fyrst þér eruð nú á annað borð hérna hjá mér, vil ég leyfa mér að spyrja yður, hvort þér í dag eða einhvern daginn, sem ])ér getið valið sjálf, vilduð koma út með mér eftir skrifstofutíma og drekka te, og svo á eftir koma með mér í leikhúss — eða á tónleika ... ? Ég veit þér hafið yndi af tónlist/1 „Ég þakka fyrir. Eg skal athuga þetta og gefa yður svar á morgun. Yerið þér sæl- ir, herra Doularque.“ Nú, ekki tókst nii þetta, liugsaði liann von- svikinn. Pyrst hún sagði ekki já strax, bend- ir það greinilega til þess, að hún vill þetta ekki. Nú segir hún áreiðanlega frænda sín- um þetta og hann verður hinn versti. Þetta er lagleg klípa, sem ég hef komið mér í. Mér hefði verið nær að halda kjafti. Nú þorir Rauol alls ekki að líta í áttina, þar sem ungfrú Pierette situr. Hann er bæði hræddur og vonsvikinn. Hann fer að ham- ast við bréfaskriftir, eins og hann eigi lífið að leysa. „Herra Doularque. Forstjórinn óskar eftir að tala við yður.“ Það er ein af yngstu skrifstofustúlkunum, sem kemur með þessi skilaboð. Raoul verður ógurlega taugaóstyrkur. Hvað boðuðu þessi skilaboð? Forstjórinn kallar yfirleitt aldrei starfsfólk inn til sín síðdegis, því þá er hann venjulega mjög öhn- um kafinn. En allur ótti Raouls hverfur eins og dögg fyrir sólu, þegar hann sér liið vin- gjarnlega bros forstjórans. „Féið yður sæti, Dolarque. Ég sendi boð eftir yður til þess að biðja yður að gera mér greiða. Þannig stendur á, að ég á stúku í leikhúsinu. Viljið þér fá aðgöngumiðann minn og fara þangað með frænku minni, ungfrú Pierette Dorsale, þar sem ég get ekki komið því við að fara sjálfur?“ „Kærar þakkir, herra forstjóri ... I kvöld . . .“ „Ég leitaði til yðar, vegna þess að ég þekki yður sem kurteisan ungan mann, með fágaða framkomu og ber traust til yðar. Samkvæm- isklæðnaður er áskilinn. Ég er yður mjög þakklátur fyrir að gera mér þennan greiða. Ég læt frænku mína vita um þetta. Hún mun hitta yður við leikhúsið.“ Svo þetta var þá ástæðan til þess að ung- frú Pierette hafði ekki getað farið út með honum. Allar áhyggjur Raouls voru þar með úr sögunni. Ungfrú Pierette leit upp, þegar hann gekk til sætis síns. Iíann brosti — og hún — hvílík liamingja — hún brosti á móti. Leilthúsið var troðfullt. I stúkunum sat prúðbúið fólk, brosandi og talandi fólk. Efn- isskráin var fjölbreytt. Svo að segja voru allir leikhúsgestir ungt fólk, en orsökin til þess var sú, að eitt af atriðum kvöldsins var verðlaunakeppni. Fallegasta ,,parið“ átti að hljóta verðlaun, en þau voru ókeypis brúð- kaupsferð. Nú kom stjórnandinn fram fyrir tjaldið. 60 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.