Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 28
Viltu vera svo væn að segja mér hvað svona
uppátæki á að þýða?“ Hann stakk höndun-
um í jakkavasana, hrukkaði ennið, horfði
niður á skóna sína og reyndi að líta út eins
og reyndur og ákveðinn eldri maður. En hon-
um tókst það ekki sem bezt, því satt að segja
langaði hann mest til að skellihlæja.
Marjorie Daw, seytján ára hrífandi millj-
ónaerfingi, tilkynir honum formálalaust að
hún hafi fórnað auðæfum og munaðarlífi til
þess að deila lífskjörum með honum hér í
London, honum — Bob Bradburn, sem ekki
átti grænan túskilding, og lifði á náðarbrauði
frá úrillum frænda, sem hann neyddist til að
þiggja, vegna framtíðar sinnar.
Hún sat uppi á borðinu með krosslagða
fætur.
„Eg kom lúngað til London til þess að gift-
ast þér, Bob,“ sagði hún án þess að láta sér
bregða.
Þá brast hláturinn út. Hann kastaði tii
liöfðinu og öskraði af hlátri.
„Að hverju ertu að hlæja?“ spurði hún
gremjulega.
„Eg veit svei mér ekki hvort ég á að
kreista þig eða rassskella, Marjorie. Þxi ert
meiri kenjakrakkinn.“
„Ég er enginn krakki. Vertu ekki svona
heimskur, Bob. Ég er seytján ára óg veit
■hvað ég vil.“
Brosið hvarf af andliti hans. „En hefur
þér komið til liugar, hvort ég viti líka hvað
ég vil, Marjorie?“
Uss. Hiin gerði smell með fingrunum fram-
an í hann. „Þú verður hæstánægður, þegar
þú ert kvæntur mér, Bob, bara ef þú lætur
verða af því. Það er aðeins af heimskulegu
stolti að þú vilt ekki einu sinni trúlofast mér
opinberlega. Það er þó ekki mín sök, að fað-
ir minn á peninga. Þar að auki hef ég af-
salað mér öllum auðnum. I bréfinu stóð:
„Ég afsala mér þeim auðæfum, sem ég ein-
hvern tíma á að erfa eftir þig.“ Þetta er
nógu greinilegt." Hún hristi hárlokk frá enn-
inu og leit spyrjandi á hann.
„Þú hlýtur að vera brjáluð — og brjálað-
ar manneskjur eru ekki ábyrgar gerða sinna.
Paðir þinn mun skilja þig og fyrirgefa þér.“
„En ég vil ekki að hann fyrirgefi mér.
Þá verð ég erfingi hans eftir sem áður, og
þú veizt, Bob, að síðast þegar við hittumst,
sagðist þú ekki vilja kvænast mér vegna pen-
inga minna. En þegar ég á enga peninga
hlýtur það að breyta öllu.“
Iiann hló aftur, en þrátt fyrir það fann
hann til ómótstæðilegrar löngunar til að
faðma hana og þrýsta henni að sér. Þótt
hún væri barnaleg þá var hún heillandi.
Ilefðu aðstæðurnar aðeins verið öðruvísi. En
þær voru nú svona, og það varð hann að
horfast í augu við. Hún var dóttir, og meira
að segja einkadóttir eins auðugasta manns
í Norður-Englandi, en hann sjálfur ungur
læknir og eignalaus og með áætlanir um að
verða mikill skurðlæknir. Hvort hann næði
því takmarki nokkurntíma var óvíst, og eins
og á stóð var hann peningalaus. Og þótt
hann væri hrifnari af henni en nokkurri ann-
ari stúlku, sem hann hafði kynnzt, voru nán-
ari kynni útilokuð.
Hann hafði kynnzt henni heima hjá
frænda sínum, er hann var þar um síðustu
jól, en frændi hans bjó í sama verksmiðju-
bænum og faðir hennar, hinn auðugi Steplien
Daw. Marjorie hafði hitt hann í samkvæmi
og orðið yfir sig ástfangin af honum. Og
hiín var aldrei með neina hálfvelgju í neinu.
Annaðhvort allt eða ekkert. Hún mundi enn-
þá svipinn á föður sínum. þegar hún sagði
honum það. Hann hafði sagt, að hún skyldi
ekki liaga sér eins og krakkaóviti og ógnað
henni með því, að gera hana arflausa, ef hún
gifti sig án hans samþvkkis. Hún hafði
stappað fætinum í gólfið og svarað honum
fulluin hálsi. „Jæja. Eigðu sjálfur þína skít-
ugu peninga. Ég hef alltaf sagt, að þeir
gerðu ekki annað en spilla mér.“
Að sjálfsögðu var hún spillt, en ekki meira
en búast má við af dekurbarni milljónamær-
ings. Þar að auki var hún fögur og góð að
eðlisfari og átti til að bera óvenjulega per-
sónutöfra.
Marjorie hafði misst móður sína þegar hún
var tíu ára gömuh Faðir hennar hafði ekki
kvænzt aftur, sennilega vegna þess að hann
hafði allan hugann við fvrirtæki sín og sinnti
fáu öðru. Við fráfall móðurinnar hafði liann
fengið afbragðs ráðskonu og það hafði orð-
ið þegjandi samkomulag milli hennar og
Marjorie, að blanda sér ekki í mál hvor ann-
arar.
Allt þetta vissi Bob og þess vegna hló
hann. Hann var viss um að það væri aðeins
ímyndun hennar, að hún væri ástfangin af
72
HEIMILISBLAÐIÐ