Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 12
eigi að snúast eins og snælda kringum mann- inn sinn, þegar hún er gift, og að minnsta kosti á hún alls ekki að gera það, áður en hún giftist honum.“ „En hvað á ég að gera?“ „Þú átt ekki að vera svona góð. Eða að minnsta kosti áttu ekki að láta bera eins mik- ið á því og þú gerir. Þú skalt klæðast há- rauðum kjól, sem er fleginn langt niður á bak, neita að stoppa í sokkana lians eða fara sendiferðir fyrir hann. Reyndu að tæla að- stoðarprestinn, því þá mun hann áreiðan- lega taka eftir þér. Ef þú elskar hann, áttu að hertaka hann, annars gera aðrar það.“ Miranda setti fram alls konar mótmæli, en Polly stóð upp og vafði um sig teppinu. ,,Eg hef talað,“ svaraði liún og byrjaði að ldæða sig, og það varð Miranda að láta sér nægja. Þegar Diek kom heim úr ferðalaginu, fór Miranda aftur heim til Greyliurst. Það var auðsjáanlega verið að leika tennis í garðinum, þegar hún kom, því liún heyrði hljóðið af höggunum og samtal. Iíún liorfði yfir liópinn úr glugganum sínum. Þarna var David Armstrong, aðstoðai-presturinn, herra Meason, skóladúxinn Graham, stórvaxinn og myndarlegur piltur, sem allur skólinn leit upp til, ungfrii Jones, dóttir eðlisfræðikenn- arans og foreldrar Miröndu. Miranda leit í spegilinn. 'Hún var dálítið föl, og var í hvítum, þunum sumarkjól. Hún greip greiðu og greiddi gljáandi ljóst árið frá enninu og vafði upp lokkana bak við evrun. Síðan setti h ún í sig græna reyna- hringi, og batt tvílitan klút, um háls sér og litaði varirnar. Allt þetta gaf henni frísk- legt og óvenjulegt útlit. Að þessu loknu fór hún út á tennisvöllinn. Þau voru að drekka te, þegar hún kom þangað. Ilún gekk yfir völlinn og ungu mennirnir þrír stóðu á fætur. Miranda þáði stól aðstoðarprestsins, með elskulegu brosi. „Iíeyrðu Miranda,“ sagði faðir hennar allt í einu, milli tesopanna. „Yiltu ekki skila bók fyrir herra Armstrong á bókasafnið, þegar þú ferð í bæinn á morgun.“ Miranda leit alvarleg á David Armstrong. Hann horfði einnig til hennar og að því er virtist, í fyrsta skipti með sýnilegum áhuga. „Það get ég alls ekki,“ svaraði hún ákveð- in. „Það er svo ótal margt, sem ég þarf að gera á morgun.“ Það varð dauðaþögn og það var eins og allir forðuðust að horfa á Miröndu, nema David, sem veitti henni nána athygli. Mpðir liennar reyndi að beina athygli fólksins frá þessu, með því að fara að tala um veðrið. Þetta var uppliafið að baráttu Miröndu. Durant-fjölskyldan áttaði sig ekki fyllilega á því, hvort Miranda hefði misst vitglóruna eða hvort það var ókunnug manneskja, sem kom til baka frá Shorefield. Hún fékkst ekki til að elda mat, fór og kom, þegar henni þóknaðist, neitaði að stoppa í sokkana fyrir David Armstrong og notaði tímann til að sauma föt á sjálfa sig. Ilún byrjaði að nota fegrunarmeðöl og fór gjarnan út með aðstoðarprestinum. Einn daginn kom sjálfur skóladýrlingurinn Gra- ham og spurði hátíðlega um það, hvort hann fengi leyfi til að fara á veglegan dansleik á Grand Hótel og hvort Miranda vildi gera sér þá ánægju að koma með sér. Þar sem hann var 24 ára var Miröndu, dóttur skóla- stjórans veitt leyfið. David Armstrong fór einnig á dansleikinu og bauð ungfrú Jones með sér. Hún var í rósóttum taftkjól með knipplingakraga. Miranda var í grænum Georgettekjól, sem náði niður á ökkla, og var fleginn í bakið, og daðraði opinskátt við alla þá herrá, sem liún dansaði við og þeir voru margir. Henni hafði aldrei komið til hugar, að hún gæti orðið svona eftirsótt. En David hélt sig allt- af í fjarlægð frá henni. Eftir kvöldverðinn sá Miranda hann ganga út í garðinn og laumaðist á eftir honum. Hann leit við og sá hana standa við liliðina á sér, í græna kjólnum, og ljósið frá dans- salnum lék um gullið hár hennar. „Hvers vegna hafið þér ekki beðið mig um dans, herra Armstrong,“ spurði hún bros- andi. „Þér------ég-------þér verðið að afsaka, gæti ég fengið þann næsta?“ Hann hneigði sig lítillega. Miranda liorfði niður á tærnar á skónum sínum og augu hennar glömpuðu stríðnislega, næstum eins og í Polly. „Ég á því miður ekki fleiri ólofaða dansa,“ svar- aði hún. „Það var leiðinlegt.“ Annað sagði hann ekki. Hún hefði verið 56 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.