Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 30
an, og ég hefði það ekki á tilfinningunni að standa á eigin fótum. Ég liata það að vera háður náðarbrauði annara. Ég hef hatað fjárhagsaðstoð frænda míns alla tíð en ég hef tekið á móti henni, til þess að ná settu marki. Aður en langt um líður get ég farið að afþakka náðarbrauðið, en ef ég giftist þér, er ég tilneyddur að taka á móti því. Þú veizt, að ég elska þig, Marjorie, en ekki nógu mikið til að fórna sjálfsvirðingu minni.“ Hann var orðinn skjálfraddaður og sneri sér að arninum, ehis og til þess að slá úr pípunni, en það gerði hann vegna þess, að hann vildi forðast að horfa framan í hana á þessu augnabliki. Iíann vissi ekki hvernig liún mundi bregðast við þessari ræðu og hvað hann mundi gera, ef hún færi að gráta. Hann hafði ekki sérlega mikla reynslu eða þekkingu á tilfinningalífi kvenna, og þótt hann liti naumast á Marjorie sem konu enn- þá, var hann smeykur. Iíún kom honum gjörsamlega á óvart. Skyndilega vöfðust tveir mjúkir armar um herðar lians og hlýjar, mjúkar varir kysstu hann á hnakkann. „Ég skil þig, elskan,“ sagði hún og kjökr- aði lágt.. „Þakka þér fyrir að þú sagðir mér þetta.‘ ‘ Hann sneri sér undrandi að henni. „Skil- ur þú mig virkilega, Marjorie ?‘1 Ilún kinkaði kolli hátíðlega. „Já, Bob. Ég — ég hef alltaf vitað þetta ... en þú komst eins og prins í ævintýri og ég ... ég elska þig, Bob,“ sagði hún einlæglega. Það voru tár í augum hennar og þau byrjuðu að lirynja niður kinnarnar. „Ég skal vera góð og fara heim. Ég skal gera hvað sem þú vilt, ...“ Hún dró þungt andann. „Bf þú lofar að elska mig ofurlítið, þegar þú ert orðinn frægur.1 ‘ Nú brauzt gráturinn út. Hún gat ekki stillt sig lengur. Hálfhlæjandi, iiálfstynjandi tók liann hana í faðm sér og þrýsti henni að sér meðan hann kyssti tárin af augum hennar og kinnum. „Ég elska þig, Marjorie,“ livíslaði hann, „og einn góðan veðurdag kem ég til þín og bið þig í fyllstu alvöru að giftast mér. En það geta liðið nokltur ár þangað til. Ég get ekki vitað hvað kann að gerast á þeim árum, og ef til vill verðurðu búin að gleyma mér, þegar þar að kemur.“ Hún leit upp til lians, Ijómandi hamingju- augum, sem lýstu í senn undrun, fögnuði og ást. „Það geri ég ekki. Ég skal bíða þín, Bob. Ég skal bíða, — endalaust." Prú Dobson kom inn til Natalie til þess að slökkva ljósið og vita, hvort hana vantaði nokkuð, áður en hún færi að sofa. „Hann ætlar með ungu stúlkuna í leik- húsið,“ sagði hún við Natalie. „Og á eftii' fer hún heim til sín með næturlestinni.“ „O ...“ svaraði Natalie aðeins, en húh fann að sér létti. Hana langaði til að grúfa höfuðið niður í koddann og gráta. Nú hlaut allt að vera í lagi. Þegar Natalie leit til baka til þeirra ára, er hún dvalldi á Ungliiigaheimilinu, varð hún að viðurkenna, að þau liöfðu ekki verið eins slæm og hún hafði ímyndað sér. Hún hafði verið hrædd um að forstöðukonan væri enn verri en ungfrú Penbury, en hún reynd- ist vinsamleg kona, milli fertugs og fimmtugs, sem þrátt fyrir mikið annríki hafði alltaf tíma til að fylgjast með börnunum. Þegar feimnin og tortryggnin minnkaði hjá Natalie, eignaðist hún margar vinkonur. Bezta vinkona hennar var stúlka, sem hét Annabel Mankin, og var á sextánda ári. Annabel var dökk yfirlitum, fjörmikil og fyndin, en hafði þrátt fyrir það gert sér grein fyrir hinum erfiðu lífskjörum þeirra. Hún var há, velvaxin og hafði þegar ákveðið að verða leikkona, eða að minnsta kosti fyr- irsæta. Hún hló, þegar Natalie trúði henni fyrir því að hana langaði til að verða hjúkr- unarkona. „Þú ert eitthvað skritin,“ sagði hún. „Það verður ekkert annað en strit án gleði og tækifæra og illa borgað. Nei, leiksviðið — það er nú eitthvað annað. Leikkonur eru dáðar og lifa lúxuslífi. Sjá og sigra og lifa lífinu, það er það sem ég vil. Það er svo fábreytilegt líf á sjúkrahúsunum. Yilt þii ekki reyna líka við leiklistina. Þú munt ekki líta sem verst út, þegar þú þroskast.“ Natalie roðnaði. „Hættu þessu röfli, Ann. Mig langar ekki til að leika, og ég ætla mér að verða dugleg hjúkrunarkona. Hún sagði hvorki Annabel, né neinni annari, livers 74 HEIMILISELAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.