Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 34
Hvernig var liún ? Áreiðanlega mikið breytt frá litlu, horuðu stúlkunni í svörtu uliarsokkununi með óásjálegu löngu flétturn- ar. Hún liafði verið mikið breytt, þegar hann sá liana síðast, fyrir tveim árum síðan. Hún hafði verið ótrúlega mikið breytt, og m. a. búin að láta klippa af sér flétturuar. Ef til vill var þetta ástæðan til þess að Bob frest- aði alltaf að heimsækja Natalie, þangað til það var orðið of seint. Þegar hann loksins hafði ákveðið sig, hafði Natalie flutt frá „Heimilinu“ og byrjað að vinna á sjúkrahúsinu —1 og Bob vissi það vel, að það hæfði ekki ungum skurðlæknum að liafa kmmingsskap við hjúkrunarnema. Dag nokkurn rakst hann á hana af tilviljun og þá gat hann auðvitað spurt hana, livernig gengi og hvernig henni líkaði starfið. Síðan liðu næstum þrjú ár, þar til liann hitti hana aftur og þá undir mjög sorgleg- um kringumstæðum. Bob ætlaði varla að þekkja hana aftur, svo fjarri hafði liún ver- ið huga hans um langan tíma. Samt var það ekki satt. Hann varð að við- urkenna, að í livert skipti og hann gekk inn í sjúkrahúsið, svipaðist hann ósjálfrátt um eftir henni og fór jafnan vonsvikinn lieim. Natalie liafði vonast til þess að hann heim- sækti hana, áður en hún færi frá „Heimil- inu“. Ilún hafði hugsað sér að hann kæmi sjálfur og svaraði bréfi forstöðukonunnar. Og þegar hann kom eltki, hafði hún lokað sig inni og grátið allt kvöldið. Hún hafði verið svo sannfærð um, að hann mundi koma og óska henni til hamingju með hið nýja líf, sem hún var að hefja. Annabel fór af „Heimilinu“ um sama leyti. En leið hermar lá ekki til leiksviðsins. Hún komst að sem nemandi í kjólasaumi. Síðasta kvöldið skreið Annabel upp í rúmið til Natalie og þar trúðu þær hvor annari fyrir framtíðardraumum sínum. „Ert þú hrædd, Annabel?“ spurði Natalie. „Dálítið. Þegar ég hugsa til þess að vera alein. Bera ábyrgð á mér sjálf og vinna fyrir mér. Það hefur ekki verið slæmt að vera hér. Finnst þér það?“ „Nei, síður en svo. Mér hefur þótt gott að vera hér.“ „Undarlegt,“ sagði Annabel „Nú hata ég þá tilhugsun að þurfa að fara héðan“ „Það geri ég líka.“ „Það er leiðinlegt að við skulum þurfa að skilja, Natalie. Við skulum halda áfram að vera vinir. Er það ekki?“ „Jú, við skulum vera vinir. Ég veit að við munum lialda áfram að vera það.“ „Þú ert furðuleg. Það er næstum eins og þú finnir á þér áður en lilutirnir gerast. Mamma spáði í kaffikorg. Og ég man eftir því, að einu sinni féll hún í trans og þá varð ég hrædd. Langar þig ekki til þess að geta séð inn í framtíðina?“ „Ég veit það ekki. Ef til vill er bezt að geta það ekki.“ Ósjálfrátt titraði röddin dá- lítið, er hún sagði þetta. „Er nokkuð að, Natalie,“ hvíslaði Anna- bel. „Þú ert svo hljóð allt í einu. Mér þykir gaman að gera mér í hugarlund livað eigi eftir að koma fyrir okkuv — finnst þér það ekki? Ef til vill verð ég mikil leikona, eða fræg tízkusýningarstúlka, eða ég dúsi í kjóla- saumastofunni til æviloka. Það getur líka skeð að ég giftist milljónamæringi.“ Húu smátísti af hlátri. „Hugsar þú aldrei um giftingu, Natalie?“ „Nei.“ „Vitleysa. Ég er viss um að j)ú gerir það.“ Hin hvíslandi rödd Annabel varð áköf. „All- ar stúlkur liugsa um giftingu. Það hlýt.ur að vera gaman að vera ástfangin. Heldur þú ekki að þú eigir eftir að verða ástfangin.“ „Það get ég ekki hugsað mér.“ Annabel liélt áfram að tala, en Natalie svaraði iit í hött. Löngu eftir að Annabel var farin í sitt rúm, rann það loks upp fyrir henni að hún hafði lengi verið ástfangin. Allt frá því að hún var fjórtán ára, hafði hún verið ást- fangin af Bob Bradburn. Natalie kunni vel við störfin á sjúkrahús- inu. I fyrstu höfðu þau ekki verið sérlega skemtileg, mikil vinna og margs konar skyld- ur, fáar frístundir til hvíldar eða skemmt- unar. Það síðastnefnda skipti ekki svo miklu máli fyrir Natallie, því hún átti fáa vini. Samt liitti hún Annabel öðru hvoru, og þær nutu samvistanna ágætlega. Annabel hafði von um að losna af sauma- stofunni og fá starf í verzluninni, strax og tækifæri gæfist. „Herra Garson hefur lofað mér því, að ef ég gæti grennt mig ofurlítið, skyldi hann lofa mér að reyna mig sem sýn- ingarstúlku,“ sagði hún með nokkru stolti, 78 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.