Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 27
gera eittlivað án allra lians peninga. Bg sagði
að ég mundi fara hingað til London, til þín,
elskan.“
„Jæja,“ hrölik út úr Bob. „Yið skulum
ræða þetta síðar, vina mín. Parðu inn í stof-
una. Ég skal biðja frú Dobson að færa þér
te. Á meðan þarf ég að tala ofurlítið við
Natalie.“
„Natalie,“ sagði Marjorie, og veitti nú
fyrst athygli stúlkubarninu, sem stúð á bak
við hann. Hún athugaði hana áhugalaust,
tók eftir löngum fótum í svörtum ullarsokk-
um, allt of stóra svarta kjólnum, sem hún
var í, löngu rauðleitu fléttunum með svört-
um kjánalegum slaufum, og stráhattinum
nieð svarta bandinu, sem skyggi að mestu á
andlitið.
„Skringilegur krakki,“ hugsaði hún, „lík-
ust einhverri veru úr gamaldags skáldsögu.“
Hún hafði engan áhuga fyrir Natalie. Það
sem hún hlakkaði til, var að tala við Bob.
Hefði það ekki verið þessi furðulegi klæðn-
aður, hefði hún algjörlega gleymt Natalie,
og ekki þeklct hana, þó hún hefði séð liana
síðar. Hana grunaði ekki að örlagaþræðir
þeirra ættu eftir að verða eins samantvhin-
aðir og síðar skyldi verða.
En Natalie átti eftir að minnast hvers smá-
atriðis við hina stúlkuna, svo lifandi í huga
sínum næstu sex árin.
Prú Dobson bauð Natalie velkomna með
dálítið yfirdrifnum elskulegheitum, ems og
hennar var vandi.
,Einmitt. Yður vantar herbergi handa
henni, doktor Brad. Jú, það verður allt í
lagi — að minnsta kosti nokkrar nætur. Vilj-
ið þér að hún borði líka hér hjá okkur. Gott.
Hún borðar liérna í eldlmsinu. Jú, ég veit
að þér hafið fengið heimsókn. Ég opnaði
sjálf fyrir stúlkunni.“
Natalie borðaði með Dobsonhjónunum í
eldhúsinu. Það urðu henni nokkur vonbrigði,
því hún hafði vonað að hún fengi að drekka
te með Bob. Ilún hafði verið að hugsa um
það á leiðinni.
Meðan hún var að borða hugsaði hún um
ongu stúlkuna, sem var inni hjá Bob. Hver
var hún og hvers vegna kallaði hún Bob
„elskuna“ ? Það, að ung stíilka kallar mann
,elsku“ fannst Natalie þvða það, að hún
væri trúlofuð honum. Hún gat líka verið
skyld honum, sennilega frænka hans.
Hún hélt dauðahaldi í þá hugsmi að stúlk-
an væri frænka hans, annað gat hún ekki
hugsað sér. Hún vaknaði upp úr þessum
liugleiðingum við rödd herra Dobsons.
„Hver hún eiginlega, þessi stúlka? Það
þætti mér gaman að vita. Þvílíkur kælðnað-
ur -— eða tilgerðin. Ég sá hana úr stiganum,
þegar þú hleyptir henni inn.“
„Hún er eitthvað skyld honum,“ svaraði
frú Dobson. „Ef til vill er liún frænka hans.“
„Já, hún er áreiðanlega frænka hans,“
sagði Natalie hátt.
Dobsonhjónin sneru sér við á stólunum og
störðu á hana. Til þessa hafði hún verið svo
þögul.
„Prænka — nei, ekki frekar en ég er son-
ur hans.“ Herra Dobson glotti. „Þó við sé-
um sammála um að liann sé einstakur læloi-
ir, þá skal ég veðja um að hann er enginn
dýrlingur. Prænka — ónei. Ekki er fram-
koma hennar við hann þinnig. Ég hugsa
heldur að hún sé vinkona hans.“
„Pyrst þú þ'ykist vita allt, er víst óþarfi
fyrir mig að segja nokkuð,“ hreytti frúin
út úr sér.
Natalie sagði ekki meira. Henni leið
skyndilega eins og hún væri veik. Hún hafði
ekki lyst á meiru ristuðu brauði, og langaði
ekki til að sitja þarna og hlusta á nuddið í
Dobsonshjónunum. Hana langaði mest til að
komast upp í herbergið, skríða þar undir
sæng og gráta.
En hún gerði sér ekki grein fyrir því,
hvers vegna hana langaði til að gráta. Kann-
ske gat hún ímyndað sér, að hún væri að
gráta út af Beste. En í raun og veru þurfti
hún að gráta, vegna þess að inni í stofunni
hjá doktor Brad sat ung stúlka með ljóst
hár, sem virtist næstum hvítt, og grænleit
augu. Stólkan, sem kallaði Bob „elskuna“
og Dobson sagði að væri vinkona hans.
En hvaða máli skipti það þó hún væri
vinkona doktor Brad Ef til vill fann hún
með sjálfri sér að það skipti máli, og átti
eftir að gera það í vaxandi mæli í framtíð-
inni.
3. kafli.
Bob Bradburn lokaði stofuhurðinni á eftir
sér.
„Ert þú gengin af göflmium, Marjoi'ie ?
HEIMILISBLAÐIÐ
71