Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 7
ir kvöldið leitar karldýrið, sem stjórnar ferð- mni, að lieppilegum næturstað á jörðu niðri, ef hann telur að engin hætta sé á ferðum eða í stóru tré, sem skiptir sér í margar kröftugar greinar, ekki of hátt uppi. Þar i’yggja górillurnar sér eins konar hreiður, úr greinum, kvistum og grasi, þar sem kven- úýrin dvelja um nóttina með unga sína. Karlmn, sem er harðgerðari, og á að vaka yfir öryggi og lífi fjölskyldunnar, sezt á jörðina við rætur trésins og hallar hryggn- um upp að stofninum. Þar sefur hann, eða blundar, en alltaf reiðubúhm til varnar, ef ein eða önnur hætta ógnar fjölskyldu hans. I dagrenningu vakna aparnir og fara út í skóginn í fæðuleit. Það er karldýrið, sem vísar leiðina. En þegar það hefur fundið heppilegan stað, þar sem gott er til fanga, er hlutverki lians lokið. Flestir þeirra, er fengið hafa tækifæri til að fylgjast með lifn- aðarháttum apanna, segja, að kvendýrin afli sjálfum sér ekki eingöngu. fæðu, heldur færi þau karlinum matinn, eins og góðum hús- Uiæðrum sæmir. Höfuð fjölskyldunnar sezt makindalega á fallinn trjábol og við og við kemur emhver af mökum hans með ávaxta- klasa eða ungar rætur og safarík blöð. Menn segja einnig, að ef karldýrið er ekki ánægt með fæðuna, sem honum er færð, hegni hann makanum, ýmist með óánægjuhljóðum eða jafnvel með höggum og pústrum. Ef mak- arnir eru aftur á móti svo heppnir, að færa honum það, sem honum finnst gómsætt, ltem- Ur hann fram eins og fyrirmyndar fjöl- skyldufaðir. Oðru hvoru sezt eitt kvendýrið hjá honum, og þau fara að láta vel livort að öðru og maður getur séð karlinn leggja arma sína ástúðlega um herðar makans. Það kemur jafnvel fyrir að hann hefur maka við hvora hlið sér og gælir við þá til skiptis. A meðan leika ungarnir sér á jörðinni, eða 1 trjágreinum, saddir og ánægðir. En komi einhver hætta í ljós, bregður karl- úýrið skjótt við til varnar, meðan lrvendýr- 111 og ungarnir forða sér. Þá er hann reiðu- húinn til bardaga, til að verja undanliald fjölskyldunnar. Einn þeirra manna, sem liafa fengið góð tækifæri til að fylgjast með ferðum górillu- aPanna, sænski Afríkufarinn Nils Gylden- stolpe, segir mjög skemmtilega frá kjmnum sínum af hópi fjallagórilluapa, sem í voru sýnilega nokkrar fjölskyldur. „Utsýnisstaður minn var um það bil 20 metra frá svæði því, er aparnir voru á. Það leið heldur ekki á löngu, áður en ég kom auga á unga, sem prílaði lijá föllnum trjá- stofni. Fljótlega kom annar og tmgarnir hófu eltingaleik, stundum uppi á trjábolnum, en stundum niðri á jörðinni. Hreyfingar þeirra voru klaufalegar, eins og oft er hjá smábörnum og oft duttu þeir niður úr greinum, en stundum sá ég þá faðma hvor annan. Þegar þeir höfðu leikið sér nokkra stund, klifraði fullvaxta górillu- mamma hægt og virðulega upp á trjástofn- inn og til þeirra. Ungarnir hættu leik sínum og sátu grafkyrrir, meðan móðirin horfði rannsakandi til allra hliða. En þegar henni varð ljóst að engin hætta væri á ferðum, fór hún að leika sér við ungana, þeim öll- um til heyranlegrar og sjáanlegrar gleði. Þegar hún hafði leikið nægju sína, tók liún annan ungann upp í kjöltu sína og kjassaði hann góða stund, meðan hinn horfði á með sýnilegri öfund. I tré, dálítið fjær mér, sat önnur móðir með unga sína, sem hjúfruðu sig að henni, sýnilega saddir og ánægðir. Til vinstri hlið- ar við mig sat karldýr á trjábol á verði. Ekki langt frá honum var svo aðalhópurinn, um það bil 30 apar, og þar á meðal foringi flokksins, gamall api, sem öðru hvoru gaf frá sér breytileg hljóð, til þess að vekja at- hygli liinna á eiiiu og öðru. Inn á milli heyrðust stutt, reiðileg öskur frá einhverj- um apanna, sem liafði orðið saupsáttur við félaga sinn út af sérstaklega girnilegum ávexti. Eg lá í fylgsni mínu meira en hálfa klukkustund og fylgdist með þessari sjald- gæfu og stórfenglegu sjón, sem hið daglega líf górilluapanna í frumskóginum var. En þegar ég gerði tilraun til að ljósmynda þá, hlýtur eitthvert dýranna að hafa heyrt smell- inn í myndavélinni, því fullorðið karldýr rétti skyndilega úr sér og horfði gaumgæfi- lega á runnann, sem ég faldist bak við. Hann fann á sér hættu, rak upp stutt, hást öskur, og jafnskjótt fór allur hópurinn að fjarlægj- ast felustað minn. Hann gekk í halarófu, fremst kvendýrin, þá unglingarnir, síðan ungarnir, en aftast. fullorðnu karldýrin.“ Heimilisblaðið 51

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.