Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 5
geymt sem helgidómur í einu musteri þar. Eftir lysingum af skinninu, sem samtíma- nienn skráðu, er enginn vafi á því, að skinn- ið var af górillaapa. Fyrstu hvítu mennirnir, sem uppgötvuðu liann, litu á hann sem mann- eskju en ekki sem apa. Hin hálffalda tilvera górillaapans í torfær- asta Iduta Afríku hefur valdið því, að menn um iangt skeið vissu harla lítið um lifnað- arhætti hans, enda flest ágizkanir eða hreinn skáldskapur, sem seimii tíminn hefur afsann- að. En þótt merkilegt sé, hafa þessar frá- sagnir lýst górillunni mun manneskjulegri, en hún í raun og veru er. Menn sögðu, að apinn gengi uppréttur eins og maður, stvddi sig við staf, og á kvöldin kveiktu þeir bál, til þess að verma sig við. Þeir rændu börn- um, sem þeir annað livort ætu eða ælu upp sem sín eigin börn, og oft rændu þeir kon- uni úr negraþorpunum. Myndir í gömlum bókum um dýrafræði sýna okkur górillaap- ann sem loðinn negra, er gengur uppréttur nieð staf í hendi gegnum frumskógin. Einn hinná fyrstu, sem gáfu okkui- nokk- uð sannsögulega lýsingu af lífi og háttum górillaapans, var franskur maður, Du-Chaillu að nafni, sem fyrir tæpri öld síðan, fór marg- ar og langar rannsóknarferðir um Mið-Af- íúuk. Lýsing hans af fyrstu kynnum lians af górillaapanum er mjög lifandi. „Við höfðum brotizt langt inn í frum- skóginn norður frá hinu stóra Kongófljóti °g rutt okkur leið gegnum mikil vafnings- viðarþykkni og trjárunna, þegar við skyndi- lega sáum ægilegan górillaapa koma fram úr kjarrinu. Þegar hann kom auga á okkur, stoltur og óhræddur. Þegar þessi konungur frumskógarins birtist, hélt ég að ég sæi anda. I5etta ferlíki, sem var um sex fet á hæð stóð upprétt, og hinn geysilegi brjóstkassi og vöðvastæltu handleggir vöktu sérstaka eftir- tekt okkar. Það var ógnvekjandi glampi í gráum, djúpt liggjandi augunum, munnur- mn var hálfopinn, svo maður sá hinar hættu- legu vígtennur greinilega ásamt sterklegum tanngarðinum. Allt. þetta setti einhvern djöf- ullegan og liræðilegan svip á andlitið. En bann var ekki hræddur. Mér varð strax ijóst. að ég stóð frammi fyrir veru, sem vön var að ganga með sigur af hólmi iir hverjum bardaga, sem hún háði. Þarna stóð hann — því þet.ta var karldýr — barði sér á brjóst með tröllslegum hnef- unum, og hljóðið af höggimum var eins og verið væri að berja trumbu. Þetta trumbu- hljóð frá brjóstkassa apans var hið hættu- lega bardagamerki. Öðru hvoru rak hann upp hræðileg öskur, sem byrjuðu eins og hvellt gelt, en breyttist svo í djúpar drunur, eins og maður heyrir í þrumum í fjarska. Við stóðum í varnarstöðu, án þess að hreyfa okk- ur. Þessi grimmdarlega og ægilega skepna, að hálfu sem dýr, en að hálfu sem mann- eskja, kom hægt nær og nær okkur. Þótt ég væri skelfingu lostinn, lét ég það koma það nærri, að ég gæti verið nokkurn veginn viss um, að kúla úr byssu minni mundi drepa það, svo framarlega sem taugar mínar brigð- ust ekki, og ég hitti í mark. Þegar apinn var svo sem 4—5 metra frá okkur, hleypti ég af og drap hann. Apinn hné niður á jörð- ina með hljóði, sem minnti á mannlegar kvalastunur, og var dauður.“ Frásagnir Du-Chaillusar af górillaapanum eru allar á þá leið, að hann sé sérstaklega villt og grimmt dýr, sem ætíð snúist til varn- ar, ef maður mætir honum, og heppnist ekki djörfum veiðimanni að drepa hann í fyrsta skoti, ráðist hann samstundis á manninn. Slíkri árás geti enginn varizt. Aðeins eitt liögg með hrammi hans, með hinum sterku ldólöguðu nöglum, er nægilegt til að mola mannsbrjóst, og veita honum banvæn sár. Flótti sé algjörlega vonlaus, því árásin er svo eldsnögg, vel yfirveguð og óskeikul, ekki er annað að sjá en mannleg hugsun standi þar að baki. Kraftarnir, hraðinn og hygg- indin liafa gert górillaapann að konungi frumskóganna. Hann er fyllilega meðvitandi um styrldeika sinn. D-Chaillu segist aldrei, í sínum mörgu veiðiferðum í Afríku, hafa fyrirhitt górillu, sem liafi lagt á flótta. Negr- arnir líta á hana sem hættulegasta dýr skóg- arins, og þeir þora aldrei að leggja til at- lögu við hana, nema því aðeins að þeir séu vopnaðir byssum. Takist einhverjum að drepa górilluapa, vekur það aðdáun hinna innfæddu félaga hans, en — bætir Du-Chaillu við — þó eru jafnvel þeir hugrökkustu ekki áfjáðir í að vinna til slíkrar aðdáunar. Það sem Du-Chaillu segir um grimmd og bardagaiiug górilluapans, stenzt ekki seinni ára rannsóknir og margir vísindamenn álíta nú orðið, að höfundurinn hafi viljandi ýkt HEIMILISBLAÐIÐ 49

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.