Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 19
Svo tók hvor sína körfu í aðra hendina. en héldu svuntunni með hinni. Síðan héldu þær á stað heim. En það var hægra sagt en gert. Þær höfðu aldrei farið svo langt inn i skóginn. Þar var enginn vegur eða troðn- nigur og þær urðu brátt þess varar, að þær v°ru farnar að villast. Skuggarnir urðu æ lengri og lengri, fuglarnir flugu heim í hreið- ur sín og dögg tók að falla. Loks gekk sólin til viðar og varð þá svalt og rokkið í skóg- inum. Börnin fóru nó að verða óttaslegin en béldu þó áfram göngunni og bjuggust við að skóginn mundi loks þrjóta og að sjá r.jnka heima hjá sér. En er þær höfðu lengi gengið datt myrkrið á, þær voru þá komn- ar á mikla sléttu, sem var vaxin runnum. Legar þær skyggndust um sem bezt þær gátu í myrkrinu, þá sáu þær að þær höfðu geng- ið stóran bug, því að nú voru þær komnar aftur að hinum fögru bléberjarunnum, þar seni þær höfðu fyllt körfurnar sínar og svunturnar með berjum. Nó voru þær orðn- ar þrevttar og settust niður á stein og fóru að gráta. „Eg er svo svöng,“ sagði Helga. „Já,“ sagði Sigga, „ef við hefðum nó tvær vænar smurðar brauðsneiðar með ket.i ofan á.“ Oðara en hón sleppti orðinu, fann hón allt í einu að eitthvað lá í keltu hennar. Og þegar hón gáði að, þá var það stór smurð brauðsneið með dilkaketi ofan á. í sama. bili sagði Ilelga: „Hvað er nó þetta; ég hef allt í einu smurða brauðsneið í hendinni.“ „Og eins ég,“ sagði Sigga. „Ætlar þó að borða þína?“ „Já, mér dettur ekki annað í hug,“ sagði Helga. „Bara að ég hefði nó vænt glas af mjólk með.“ Og óðara en orðinu var sleppt, hafði hón 'ojólkui-glas í hendinni. Og í sama bili kall- aði Sigga upp vfir sig: „Helga, Helga! Ég hef mjólkurglas í hendinni. Þetta þykir mér undarlegt!“ En af því að telpurnar voru svangar, átu þær og drukku með beztu list. Þegar þær höfðu etið lyst sína, fór Sigga að geispa og Sagði: „Æ, ég vildi ég hefði mjókt róm svo að ég gæti sofið nægju mína!“ Oðara sá hón fallegt róm við hliðina á Ser, og Helga annað eins.. Þeim þótti þetta æði undarlegt en af því að þær voru syfj- aðar, hugsuðu þær ekki frekar um það, en lögðust í rómin, lésu kvöldbænirnar sínar og breiddu upp yfir höfuð. Að vörmu spori féllu þær í fasta svefn. Sólin var hátt á lofti, er þær vöknuðu aftur. Þá var fagur sumarmorgunn í skóg- inum og fuglarnir flögruðu kvakandi í kring- um þær. Nó urðu þessi undur þeim óskilj- andi, þegar þær sáu að þær höfðu sofið í bláberjarunnunum. Þær litu hvor á aðra og á rómin, sem voru gerð ór mosa og laufi, og skínandi lín breytt yfir. Loks sagði Helga: „Ertu vakandi, Sigga?“ „Já,“ svaraði hón. „En mig er að dreyma ennþá“ sagði Helga. „Nei,“ sagði Sigga. „En hér í runnunum býr sjálfsagt einhver góður andi.. Æ, ég vildi að við hefðum nó kaffibolla og eitt- hvað gott með!“ Óðara stóð siifurbakki við hliðina á henni og þar á gullin kanna, tveir bollar iir hreinu postulíni, sykurskál ór kristalli, rjómakanna ór silfri og nokkrar sætar og volgar hveiti- kökur. Telpurnar helltu í bollana, tóku syk- ur og rjóma og drukku og þótti gott. Svo gott kaffi höfðu þær aldrei bragðað. „Nó þætti mér gaman að vita, hver veitir okkur öli þessi gæði,“ sagði Helga.. „Það er ég, börnin góð,“ var þá sagt inni í runnunum. Telpunum varð hvert við. Þær lituðust um og sáu vingjarnlegan kari í hvítri treyju og með rauða hófu. Hann staul- aðist fram ór runnunum og var stinghaltur á vinstra fæti. Helga og Sigga urðu svo hræddar, að þær gátu engu orði upp komið. „Verið þið óhræddar, börnin góð,“ sagði karlinn og gretti sig vingjarnlega framan í þær. Hann gat ekki brosað almenniiega, því að munnurinn á lionum var skakkur. „Verið þið velkomnar í ríki mitt! Hafið þið nfi sofið vel og fengið nóg að borða og drekka?“ spurði hann. „Já, ég held nó það svari því,“ sögðu báð- ar telpurnar, „en segðu okkur —“ og nó ætl- uðu þær að spyrja, hver hann væri — en þorðu það ekki. „Ég skal segja ykkur, hver ég er. Ég er bláberjakonungurinri. Og ræð yfir öllum þessum bláberjaraunnum. Og hér hef ég bóið í rnörg þósund ár. En hinn mikli andi, sem H E I M IL I S B L A Ð I Ð 63

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.