Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 36
Við. sem vinnum eldhússtörfin
Svínakjöt þykir góður matur og það bezta
eru svínalundir (mörbráð). Og af því að
mér finnst það liafa aukizt talsvert undan-
farin ár að fólk býður vinum sínum ekki
síður í góðan miðdag en kaffi og kökur, þá
eru hér nokkrar góðar mataruppskriftir.
Lundir í sherrý-rjómassóu.
2 stórar lundir
1 tsk salt, Vi tsk nýbakaður pipar
3—4 msk. smjör
sósa úr 1—2 msk af smjöri
2 dl vatn, 1 dl rjómi
1 glas þurrt sherry, ofurlítið salt
100—200 gr græn vínber
25—50 gr möndlur.
Þerrið af kjötinu og skerið það í þykkar
sneiðar. Fletjið þær aðeins iit með flötum
kjöthamri og gætið þess að þær verði kringl-
óttar. Kryddið þær og steikið í 2 mín. á
hvorri hlið í vel brunuðu smjöri, raðið sneið-
unum á fat og haldið heitum. Brúnið meira
smjör á pönnunni, bætið vatni og rjóma
og sjóðið blönduna í nokkrar mínútur. Bæt-
ið slierry út í eftir smekk og látið ofurlítið
salt út í. Hellið sósu yfir lundirnar, látið
græn vínber lijá og ernnig afhýddar möndl-
ur, sem eru aðeins ristaðar í smjöri. Berið
fram með frankbrauði (löngu), salati og
grænum baunum.
Lundir með sveppum.
2 stórar lundir
1 tsk salt, Vz tsk nýmalaður pipar
1—2 laukar
14 kg sveppir
3—4 msk smjör
raspað hýði af appelsínu
safi úr 1 appelsínu
2 dl sjóðandi vatn
1 dl rjómi
hristið saman 1—2 tsk hveiti í ofur-
litlu vatni.
Nuddið lundirnar með salti og pipar og
brúnið þær í smjöri í potti. Látið saxaðan
lauk íit í og sveppi, sem búið er að skera í
tvennt, og látið þetta brúnast með. Þá er
appelsína, vatn og rjómi látið í og réttur-
inn smásteikist í 15—20 mín. Þá er liveiti-
hristingurinn settur út í og við framreiðsl-
una eru lundirnar skornar smátt. Kartöflu-
stappa er mjög góð með þessum rétti.
Lundir og púrrur t potti.
2 stórar lundir
ca 4 dl vatn
1% tsk salt
1 meðalstór laukur
6—8 púrrur (fást í kjörverzlunum hér)
2—3 msk smjör
1 tsk kúmenfræ
2—3 lítil lárberjablöð
8—10 heil piparkorn
1 niðursneydd sít.róna
steinselja og brauð.
Látið lundirnar í pott með vatni. Fjarlægið
froðuna, þegar þið sjóðið. Brúnið saxaðan
laukinn og púrrubitana augnablik í smöri.
Látið þessa blöndu saman við lundirnar,
þegar þær hafa soðið í 5 mín. Látið allt,
krydd og sítrónusneiðar út í og látið rétt-
inn sjóða rólega í 12—15 mínútur. Réttur-
inn framreiddur með brauði.
Og svo er það góður ábætir!
Ananas með vínberjum.
Á ananassneiðar (ósætum) er látin 1 msk.
af rjómaosti, sem er hrærður upp með an-
anassafanum. Græn vínber og vallmetukjarn-
ar eru látin ofan á ostinn. Fljótlegt, er mjög
gott.
Bökuð sírópsepli.
8 meðalstór epli
4 msk ljóst síróp
4—6 msk rjómi
1 tsk kanel
4 msk rúsínur
ofurlítið smjör eða smjörlíki.
Fjarlægið varlega kjarnliúsið og leggið epl-
in með stilk-endann niður í smurt ofnfast
fat. Ilrærið síróp, rjóma, kanel og rúsín-
um saman og hellið blöndunni yfir eplin.
Látið ofurlítið smjör eða smjörlíki ofan á
hvert epli. Bakið þetta við 200° hita í ca.
25 mín. Hellið sósunni nokkrum sinnum yfir
eplin á meðan þau eru að bakast. Borðað
heitt.
80
HEIMILISBLAÐIÐ