Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 18
Ormurinn í bláberinu „Svei attan!“ sagði Helga. „En sá viðbjóður," sagði Sigga. „Hvað er það?“ sagði fullorðin systir þeirra. „Það er ormur,“ sagði Helga. „Á bláberinu,“ sagði Sigga. „Drepið liann þá,“ sagði Björn litli. „Hvaða læti ex-u þetta út úr einum smá- ormi!“ sagði fullorðna systirin með noklc- urri þykkju. „Já, þegar við fóx-um að hreinsa bléberin ...“ sagði Ilelga. „Þá skreið hann út úr því stærsta,“ hélt Sigga áfram sögimni. „Og hefði nú einhver étið bláberið/‘ sagði Helga enn. „Nú, þá hefði hann étið yrmlinginn með,“ sagði Sigga. „Nú, og hvað um það?“ sagði Björn litli. „Að éta orm, hvað hugsið þið!“ sagði Helga. „Og bíta hann í sundur!“ sagði Sigga. „Ilvað sýnist ykkur!“ sagði Björn litli og hló við. „Nú er hann að skríða á borðinu,“ sagði Helga. „Æ, blásið þið honum burt,“ sagði full- orðxia systirin. „Merjið þið hann með fóttuium,“ sagði Björn litli glottandi. En IJelga tók lyngblað og sópaði ormin- um á það með varúð og bar hann út í garð- inn. Þá sá Sigga að spörfugl sat á skíðgarð- inum og horfði í vígahug á orminn. Hún tók þá blaðið með orminum á og bar það út í skóg og faldi þar undir bláberjarunni. Fuglvargurinn gat nú ekki fundið fylgsni yrmlingsins. Hvað verður nú fleira sagt um veslings bláberjaorminn ? Ilvað mundi vera sögulegt við svona grey? Hver mundi vilja búa í svo hressandi, ilmandi, rósleitu smáhúsi úti í skógarkyrrðinni innan um blóm og grænt lauf ? Nú var kominn tími til miðdagsverðar og nú borðuðu þau öll bláber með rjóma. „Hnigaðu ekki of miklum sykri á, Bjössi,“ sagði fullorðna systirin. En diskur Björns lit.la var eins og snjóskafl á vetrardegi, en sæist á eitthvað bláleitt udir. Eftir máltíðina sagði fullorðna systirin: „Nú höfum við lokið öllum bláberjunum og höfum ekkert skilið eftir til vetrarins. Eg vildi, að við ættum tvær körfur fullar af nýjum berjum. Þau gætum við hreinsað í kvöld og soðið á morgun og borðað svo seinna pönnukökur með bláberjasætu!“ „Komdu, við skulum fara út í skóg og tína ber,“ sagði Helga. „Já, það skulum við gera,“ sagði Sigga. „Þú tekur gulu körf- una, en ég tek þá grænu.“ „Villist þið nú ekki og komið þig aftur fyrir kvöldið!“ sagði fullorðna systirin. „Eg bið að heilsa bláberjaorminum,“ sagði Björn litli í ertni. „Ef ég hitti hann aftur, þá mundi ég telja mér heiður að éta hann upp til agua.“ Nú fóru þær Helga og Sigga út í skóg. Þar var nú ekki ljótt að vera! Gangan var þó erfið. Urðu þær að klifra yfir fallna trjástofna og smeygja sér gegnum runnana og berjast við mýflugurnár. En livað gerði það til! Þær voru stuttklæddar, telpurnar og skilaði vel áfram og fóru æ lengra og lengra inn í skóginn. Ilér var nóg af krækiberjum og hrúta- berjum og öðrum berjum, en lítið af blá- berjum. Telpurnar gengu nú lengra og lengra og komu loks að stórum skógi úr bláberjalyngi, þótt ótrúlegt megi þykja. Ilér liafði skógur- inn, brunnið óður, en nú ýar þar hver blá- berjarunnurinn af öðrum, svo langt sem augað evgði, og voru alþaktir fögrum, full- þroskuðum berjum. Slíka berjamergð höfðu þær aldrei séð fyrr, telpurnar. Ilelga tíndi og Sigga tíndi, og báðar átu. Innan skajnms voru körfurnar fullar. „Nú skulum við fara lieim,“ sagði Sigga. „Nei, við skulum tína meira,“ sagði Helga. ..Nú settu þær frá sér körfurnar og fóru ' að tína í svuntu sína. En þess var ekki laligt að bíða, að þær vrðu fullar. „Nú skulum við fara heim,“ sagði Helga. „Já, nii er víst bezt að halda heim á leið,“ sagði Sigga. 62 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.