Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.03.1972, Blaðsíða 24
NATALIA Framlialdssaga eftir JENNYFEB AMES „Svolítið óaðlaðandi, held ég,“ svaraði hann með daufu brosi. „Iienni liefði áreið- anlega tekist að fá þig til að fallast á að fara á barnaheimilið, hefði hún verið meira aðlaðandi.' ‘ „Bn ég vil það ekki,“ svaraði stúlkan al- varlega. „Barnaheimili er þvhigmiarstofnun, og ég þoli ekki þvingmi. Eg er fjórtán ára, og ég get séð um mig sjálf.“ Hún sagði þetta með svo ákveðnu sjálfsöryggi, að bláu aug- un hans dökknuðu af hreinni meðaumkun. „Auðvitað geturðu séð um þig sjálf,“ svar- aði hann rólega. „Bn heldur þú að það sé hyggilegt að byrja að vinna fyrir sér, aðems fjórtán ára gömulf1 „Einhverntíma verður maður að byrja. Hvers vegna skildi ég ekki gera það nú?“ Hann stakk liöndunum í vasana og horfði rannsakandi á hana. „En hvað yrði þá um menntun þína??“ Hún varð hugsi. „Eg hef að sjálfsögðu ekk- ert á móti því að ganga í skóla. Það stóð til að ég fengi ókeypis kennslu í ár, en það stendur ekki lengur til boða.“ „Á barnaheimilinu getur þú lialdið áfram námi. Farir þú að vinna fyrir þér núna verð- ur ekkert úr námi. Þú stendur í nýlenduvöru- verzluninni eða einhverri annari búð það sem eftir er ævinnar. Það er þess vegna sem mér finnst að þú eigir að fallast á tillögu ungfrú Penbury, jafnvel þótt þér geðjist ekki að henni.‘ ‘ Natalie virtist ætla að fallast á þetta, en hélt svo enn fram sínu sjónarmiði. „En heim- ilið er þvingandi, er það ekki. Og ég læt ekki þvinga mig til eins eða neins.“ „Það sem þú hugsar sem þvingun, er að hlýða, en það verða flestir að gera, að minnsta kosti á meðan þeir eru ungir,“ sagði hann brosandi. „Ég“ — og það leið skuggi yfir andlit lians — „hef sjálfur verið „þvingaður árum saman — öll mín námsár — og ég get full- vissað þig um að það var ekki létt fyrir mig. Þú veizt að faðir minn dó án þess að láta eftir sig einn einasta eyri. Prændi minn var aftur á móti ríkur, en mér hefur aldrei geðjast að honum. Sem lítill drengur hataði ég hann.“ Hann talaði lágt en með djúpum alvöru- þunga. Og þótt Natalie væri enn aðeins barn skildi hún á þessu augnabliki hvað menntmi- in hafði rnikla þýðingu fyrir hann. „Og enn verð ég að vera upp á náð hans kominn, liélt liann áfram. „Ég vil verða skurðlæknir — það hefur alla tíð verið köll- mi mín —- verða mikill skurðlælcnir, en það er vonlaust án hans hjálpar. Skilur þú nú að ég er á vissan liátt „þvingaður“ eða háður honum, og það er sams konar „þving- un“ sem ég vil að þú takir á þig nú, Nat- alie, því ég held að þú eigir framtíð fyrir þér -— eigir eftir að gefa heiminum eitt- hvað.“ Brúnu augun hennar stækkuðu og lýstu af áliuga, og litlar hendurnar vöfðu sig óstyrkar hvor um aðra. „En ég er ekki þér, lierra Brad. Ég hef ekki neitt til að gefa heiminum,“ sagði hún loks, hægt og alvarlega. Hann svaraði henni ekki beinlínis, en lagði í þess stað fyrir hana spurningu. „Er það nokkuð sérstakt, sem þig langar til, Natalie? Nokkuð sérstakt, sem þig langar til að verða?“ Hún hugsaði sig örlítið um, en sagði svo: „Mig langar — mig langar til að verða eins og þér, doktor Brad. Ég vil gjarnan geta hjálpað öðrum þegar þeir eiga bágt, eins og þú hjálpaðar Beste. Ég vil hjálpa til að sjúku fólki líði betur —■ fólki, sem gæti kann- ske aldrei liðið vel, án minnar hjálpar. Það —- það hlyti að verða dásamlegt," sagði hún áköf. Hann kinkaði kolli alvörugefinn. „Já, það er dásamlegt, Natalie. Það er það sem hefur 68 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.