Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1974, Page 22

Heimilisblaðið - 01.09.1974, Page 22
unglingnum að gefa fátækum eigur sínar og fylgja sér. Ég leit á hann tortrygginn. — Áttu virkilega við það, að þú ætlist til að ég gefi eigur mínar fátækum? spurði ég. Hann hló sínum hvella hlátri. — Ef ég gæfi slík ráð, þá hefði ég ekki jafn rika sjúklinga með höndum og ég hefi í dag, svaraði hann. Nei, það eru alls ekki svo rót- tækir hlutir sem ég fer fram á, — en ég vara þig við: Þetta er hálfgerð hrossalækning. Ég held, að það sem fellur bezt í geð ungum heimsmanni eins og Richard Pendleton sé þó hinn fyrri, dýri, sykursæti og litskrúðugi kost- urinn. Það var meira en lítil kaldhæðni í rödd hans, og áhrif þess arna létu ekki á sér standa, enda liefur hann sjálfsagt ætlazt til þess. — Svo þú heldur ekki, að ég þoli hrossa- lækninguna? spurði ég dálítið gramur. Hann leit á mig hugsi andartak, áður en hann svaraði, og allt og sumt sem hann sagði að lokum var: — Ég veit það ekki. Ég satt að segja veit það ekki. — Ég vel þá gömlu aðferðina, sagði ég hé- gómlegur. Ég skal sanna þér, að ég er ekki eins spilltur og þú heldur. — Hver hefur sagt nokkuð í þá átt? Hann lagði höndina á handlegginn á mér. Það sem þú gerðir í stríðinu ber vott um dirfsku og hugrekki, óeigingirni og framtak; það sýnir þroskaðan rnann með háar hugsjónir . . . Kæri ungi vinur, þú skalt ekki halda að ég sé mót- fallinn háleitum liugsjónum. Haltu ekki, að ég sé á rnóti fullkomnunarþrá þinni. En því rniður er það sorgleg staðreynd, að þrír af hverjum fjórurn sjúklinga minna leita til mín vegna þess að þeir þjást á einhvern hátt af þrá eftir því fullkomna í þessurn ófullkomna lieimi, sem við lifunr í. Láttu mig ekki neyða þig til neins. Láttu mig heldur segja þér, í hverju kostimir eru fólgnir, sem ég minntist á. Svo getur þú sagt mér á eftir, hvorn þeirra þú velur. — Láttu mig heyra þann skárri fyrst. Þá veit ég hverju ég rnissi af, þegar ég vel hinn. Hann settist aftur við skrifborðið og hand- fjallaði bréfhnífinn. — Þetta sýrópsæta. Við skulum nú sjá. Hann kostar smá-upphæð, en þú átt nóga peningana, svo að það skiptir engu máli. Hann er fólginn í sex rnánaða siglingu á einkasnekkju, og þú mátt hafa með þér viðeigandi leikfélaga, sem þú velur sjálfur. Ég rnyndi mæla með Jane Carr. Jane myndi sjá til þess, að þig dreymdi ekki lengur liina dökku Andrómedu. Ég stóð á fætur og góndi á hann. — Ég felli mig ekki við spaug af þessu tagi, Jrér getur ekki verið alvara? spurði ég hvasst. — Kæri ungi vinur, ég hef aldrei verið alvar- legri en einnritt nú, svaraði hann. Farðu með ungfrú Carr til Miðjarðarhafsins og gleymdu þrá þinni eftir hinni Gullnu Jómfrú eða hver hún nú er, sem þú ert á höttunum eftir. Þú munt kornast að raun um, að hún samsamast Andrómedu þinni og verður eins fullkominn og þú frekast kýst. Ég þekki ungfrú Carr, og ég veit, að hún leyfir engurn öðrurn kvenmanni að komast í námunda við þig. — Ég vil ekki einu sinni hugleiða þessi til- mæli þín, svaraði ég gramur. Þetta væri engan veginn þægileg lækningaraðferð. Og ef Jrú heldur, að ég læknist með því að upplifa óslit- inn ástarleik frá einurn enda Miðjarðarhafsins til annars, þá skjátlast þér lirapalega. — Þú átti þá ekki urn annað að velja en síðari kostinn, sagði liann og það gætti sigur- hreims í röddinni. Ég settist aftur og horði á hann örvæntingar- fullur. — Ameríska olían svokallaða er lost-aðgerð, er ekki svo? spurði ég, og hann kinkaði kolli. — Einskonar lost, viðurkenndi hann. En Jm ekki sú rafmagns-lostagerð, sem þú ert svo dauðsmevkur við, endajrótt ég hafi útskýrt það fyrir þér að þú finndir ekki fyrir minnsta sárs- auka eða óþægindum. Hversvegna halda alhr’ að þeir eigi að fara í rafmagnsstólinn, þegar við leggjum til rafmagnslost? Þetta er ekki annað en nálarstunga í handlegginn og siðaa djúpur svefn. En það skiptir ekki máli, því að Jjú munt ekki Jrarfnast slíks. Ég ætla mér að- 146 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.