Í uppnámi - 24.12.1901, Qupperneq 3
Hið sanna um skáktafl í Grímsey.
Við og við hafa heyrzt skáksögur úr Grímsey, liinni litlu eyju,
sem liggur fyrir norðan Island; þráfaldlega hefur það verið tekið fram
bæði af þeim, er komið hafa til eyjarinnar, og öðrum, að eyjarskeggjar
eða að minnsta kosti sumir þeirra skemmti sér við taH. En hins vegar
hefur það og verið látið í ljósi, líka í tímariti voru af mikilhæfum
manni, að frásagnirnar um skáktafl á þessari afskekktu eyju hefðu
verið og væru öfgum blanduar. I Uppnámi þykir því vænt um að
geta nú geíið lesendum sínum áreiðanlegar upplýsingar um þetta, sem
borizt hafa nýlega frá tveim eyjarbúum, er báðir tetia skák.
Hinn núverandi prestur Grímseyinga, síra Matthías Eggektsson,
skýrir þannig frá í lýsingu þeirri á eyjunni og lífi eyjarskeggja, er
hann hefur sent oss og dagsett er 6. júli þ. á.: “Tafllist hefur að
h'kindum um langan aldur tíðkazt í Grímsey, hve lengi er ómögulegt
að segja, og er ekki ólíklegt, að þar hafi verið taflmenn góðir. Það
fyrsta, sem eg lief heyrt viðvíkjandi taflmennsku þaðan, er sagan um
Eyjólf Jónsson, er síðar varð prestur í Lundi, og læt eg hana fylgja
hérmeð: A ofanverðri 16. öld bjó í Grímsey bóndi nokkur að nafni
Jón Hallsson; kona hans hct Þorbjörg Eyjólfsdóttir, en móðir
Þorbjargar Hróðný Sigurðardóttir, prests í Grímsey Þorsteinssonar;
var hún systir sálmaskáldsins síra Einars í Eydölum, föður Odds
biskups. Eitt af börnum Jóns og Þorbjargar hét Eyjólfur. Það er
sagt, að hann hafi komið unglingspiltur að Hólum og hitt Guðbrand
biskup; hafi hann gjört sig heimamannlegan og að lyktum boðið
biskupi í tafl; hafi biskup haldið, að lítt mundi sveinstauli sá kunna
að tafli; varð það þó úr að þeir tefldu og urðu þau leikslok, að liann
gjörði biskup gleiðarmát. Er sagt að biskup hafi tekið hann til
kennslu og varð liann síðan prcstur í Lundi og merkismaður; eru
frá honum miklar ættir.1
1 Vér höfum heyrt þessa sögu dálítið öðruvísi, en engin nöfn
nefnd fyr. Drengur nokkur frá Grímsey kom til fíóla. Hafði hann eigi
7