Í uppnámi - 24.12.1901, Side 9

Í uppnámi - 24.12.1901, Side 9
77 ýmsar líkingar, dregnar frá skáktaíiinu, notaðar í guðsorðabókum og skákmannanöfnin viðhöfð þar í líkingarfullri merkingu. T Miðjarðar- hafslöndunuin voru mörg rit um skáktafl samin eptir að Alfons konungur hafði ritað um það, einkuin þó á Norður-Italíu á 14. öld og má af þeim nefna Jacobus de Cessolis (ensk þýðing á riti hans um lærdóma skáktaflsins er eitt hið fyrsta rit, sem prentað var á Englandi), Nicolas de Nicola'í, Gr. Paulus Guarinus o. fl.; eru þeir rithöfundar einu nafni kallaðir Langbarðaskólinn. Þess skal getið, að eins og Alfons konungur er hinn fyrsti, sem ritar um asíatiska Evrópu- taflið, þannig er aunar Spánverji, Lucena, hinn fyrsti, sem ritar merkilega bók (fyrir 1500) um nýja Evrópu-taflið. Þvínæst kom (1512) rit Damiano’s frá Odemira í Portúgal, er þó lengstum dvaldi á Ítalíu, og var það rit víðfrægt öldum saman fyrir útskýringar sínar á skák- taflinu. Arið 1525 gaf Gieolamo Vida, biskup í Alba (f. 1490, d. 1566), út í Róm kvæði sitt Soacchia ludus, ef til vill eitthvert hið bezta kvæði, er ort hefur verið á latínu á síðari öldum, og studdi það mjög að því að vekja athygli lærðra manna á skáktaflinu. A tímabilinu 1560—1640 er unnið mikið í þarfir skáktaflsins, og einkum á Italíu koma fram ágætir taflmenn og talsverðar skákbókmenntir. Helztir af þeim, er þá voru uppi, voru: Ruy Lofez frá Segura á Spáni, “faðir skákteoríunnar” (rit lians, “Libro de la invencion liberal y arte del juego del Axedrez,” kom út í Alcala 1561); og ítalarnir Leonardo il Puttino, Paolo Boi (frá Sýrakúsu), Giulio Cesare Polerio, Peetro Carhera (1617) og Alessandro Salvio (1604). Sumir binna eldri af þessum mönnum þreyttu tafl við spánverska taflmenn, er þeim voru samtíða, og var það fyrirboði hinna alþjóðlegu kapptafla vorra tíma. Norðan Alpafjalla gaf August hertogi af Brúnsvík og Lúneburg (f. 1579, d. 1666), undir dulnefninu Gustavus Selenus út (1616) bók í arkarbroti, er var þýðing á riti Ruy Lopez’ (“Das Schach- oder König-Spiel”); varð sú bók mjög til að útbreiða skáktafl á Þýzkalandi. Síðar á 17. öldinni var uppi Gioachino Greco, fæddur í Kalabríu, syðst á Ítalíu, og því nefndur “hinn kalabriski” (il Cala- brese); varð liann frægur um mörg lönd fyrir rit sín og taflsnilld. Áhugi manna á taflinu óx mjög skömmu eptir 1700 fyrir tilstilli Sýrlendingsins Philippe Stamma frá Aleppo; voru skákdæmi hans lengi mönnum til fyrirmyndar. Á eptir honum koma til sögunnar þrír ágætir skákhöfundar, allir úr hinu skákfræga Langbarðalandi—Ercole del Rio (1750), Giambatista Lolli (1763) og Domenico Lorenzo Ponziani (f. 1719, d. 1796; “II giuoco incomparabile degli scacchi” 1769, 2. útg. 1782); á hinum mikilvægu rannsóknum hins síðastnefnda voru byggð öll rit hinna eldri skákskýrenda 19. aldar. Á síðari liluta 18. aldar byrjar ný skáköld norðan Alpafjalla; hófst hún með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Í uppnámi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.