Í uppnámi - 24.12.1901, Qupperneq 19

Í uppnámi - 24.12.1901, Qupperneq 19
87 Að því er liinn fyrsta af þessum flokkum snertir, hefur þegar verið getið hinna helztu “praktisku” rita og höfuðritanna um skákdæmi, þessarar einkennilegu framleiðslu, sem hefur verið nefnd skáldskapur skáktaflsins. Þess her að gæta, að hverju tafli (skákleik) má skipta í þrennt. A öllum skáktímahilum hafa menn fengizt mjög við að rann- saka taflbyrjanir og finna út öll möguleg afbrigði í þeim, og hefur að því verið unnið með skarpskyggni og þolgæði. Og svo er nú komið, að mjög er erfitt, hvernig svo sem taflið er byrjað, að finna í hinurn fyrstu tíu leyfilegu leikum nokkra nýja og órannsakaða taflaðferð; því að á öllum menntamálum eru til ritgjörðir, þar sem taflbyrjanir eru skýrðar og sundurliðaðar til hlítar, og að vér ekki nefnum hér nöfn hinna starfsömu höfunda kemur af því, að þau mundu taka alltof mikið rúm, enda hafa sum þeirra líka verið talin áður. Rit um taflbyrjanir mynda þannig stóra deild og ritin um tafllokin (þ. e. skákdæmin) mynda aðra. Þá er hið þriðja meðal- taflið, og bókmenntirnar um það munum vér finna í hinum feikna mörgu töflum einkum frá síðustu 100 árum, sem hafa verið birt og eru birt enn þann dag í dag, opt með skýringum og athugasemdum við leikana, sem báðir leikendurnir gjöra milli taflbyrjunarinnar og tafllokanna; taflmiðjan er sem sé sá hluti taflsins, þar sem tafl- maðurinn verður að bjarga sér alveg upp á eigin spítur. Yér höfum séð, að mörg söfn skákdæma hafa verið gefin út, og að því er til tefldra tafla kemur, sjáum vér, að slíkt hefur einnig verið gjört þar, verða þar fyrir oss verk eins og Walkek’s “Chess Studies, comprising 1000 games actually played” (London 1844 og 1893); “Geistreiche Scliachpartien”, gefið út af L. Bachmann, er þó á seinni árum hefur breytzt nokkuð og verið gjört að ársriti nefndu “Jahrbuch des Schach- spiels” (Anshach 1893—1900); líka hefur stundum töflum einstakra taflmanna verið safnað saman 1 eitt og gefin út sérstaklega eins og t, d. hið ágæta verk: “Paul Morpliy, sein Leben und Schaffen” eptir Max Lange, sem þrisvar hefur verið gefin út og inniheldur öll hin frægu töfl hinnar ameríkönsku skákhetju, en allstórt úrval af þeim hefur verið gefið út á frönsku af Pketi (1859) og á ensku af Löwen- thal(1860 og optar); “Dreihundert Schachpartien”(1896) eptir snillinginn dr. Siegbekt Tarkasch og “J. H. Blackburne’s Games at Chess” (1899) útgefið af P. Anderson Graham. Nú er það líka orðinn siður að birta góð kapptöfl milli leikinna taflmanna, góð bréfa- og ritsímatöfl milli klúbba og töfl tefld við kapptefli og á skákþingum alþjóðlegum eða hjá einstökum þjóðum. Margir duglegir vísindamenn hafa ritað um uppruna skáktaflsins og sögu þess. Jafnvel á hinu elzta tímahili þess hefur Fikdusi, böfundur hinna stærstu asíatisku söguljóða, fundið ástæða til að smeygja 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Í uppnámi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.