Í uppnámi - 24.12.1901, Síða 61

Í uppnámi - 24.12.1901, Síða 61
129 og þar, var ekki svo auðvelt að koma tafarlaust í framkvæmd. Hinn snjalli prófessor kunni mitt í rannsóknum sínum, hverjar sem þær nú voru, að slá umsátursmenn sína af laginu með aðgjörðalausri eða einungis ósjálfráðri þrákelkni. Eptir að margar árangurslausar til- raunir höfðu verið gjörðar til þess að komast að minnsta kosti inn í forgarð leyndardómsins, var fundur haldinn á ný. Hann, sem var svo dásamlegur í því að búa til hinar flóknustu stöður á skákborðinu og jafn undrunarverður í því að leysa úr hinum slóttugustu íiækjum annara, birti fyrir fundinum áform þau, er hann hafði lagt. Tillögur hans mættu ekki alllítilli mótspyrnu. Sumir töldu þær ekki framkvæmanlegar; aðrir skoðuðu þær röskun á friðþelgi heimil- isins; margir fullyrtu, að þetta væri ekki samboðið lærðum mönnum og því mjög ósæmilegt að beita því við eina vísindastofnun. En loks voru þær samþykktar með allmiklum meiri hluta. Einum eða tveim dögum seinna kom sendimaður inn um fordyrnar hjá prófessornum með tvo af hinum vanalegu skákbókapökkum. Óðara en hann hafði opnað dyrnar að lesstofu prófessorsins, heyrðust tveir voðalegir hvellir úti fyrir, húsið skalf og nötraði og jafnvel nokkrar gluggarúður brotnuðu svo brast við allhátt. Felmtri sló á prófessorinn, hann þaut upp og fram hjá sendimanni svo hart að honum lá við falli, og út um fordyrnar, sem hinn hafði lokað rétt áður, til þess að komast eptir orsökinni til tundurgosins. Hann komst út á svaiirnar, sem í landinu þar sem háskólinn lá og sagan gjörist eru kallaðar “stoop”, og sá að eins tvo litla reykjarstróka stíga upp og hverfa í auðri húsaþyrpingu þar fast við. Nú varð hann dálítið rólegri og ætlaði að fara inn aptur, en í sama bili heyrist annar jat’n hár og voðalegur hvellur í annari útt; prófessorinn gengur þá eptir svölunum og kemst fyrir hornið á húsinu. Þá sér hann þar enn reykjarstrók, sem var að því kominn að hverfa. Hann horfði á hann um hríð og þótti þetta nokkuð skrítið, en gekk svo aptur að dyrunum. Sendi- maður sat rólegur í forstofunni með bókapakkana á knjám sér, er hann kom inn. Prófessorinn skrifaði undir viðurkenninguna, sem hinn ungi maður rétti að honum, og fór hinn síðarnefndi svo út. En skrítið var það, að þegar hann hafði gengið spölkorn, mætti hann Boyd og fóru þeir báðir inn til ljósmyndara eins í stræti þar skammt frá. IV. Fjörutíu og átta stundum síðar var aptur slegið á fundi. Boyd hafði þá í höndum nokkur ljósmyndaspjöld og mælti hann á þessa leið: “Leyndardómurinn verður minni. Eg hef hér nokkrar ágætar myndir af því, hvernig umhorfs er í lesstofu vinar vors. Þér getið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Í uppnámi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.