Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 54

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 54
Mannkynsfræðarinn kemur til þess að flytja öllum þjóð- um nýjan boðskap og hjálpa oss til að ráða fram úr hinum óteljandi úrlausnarefnum, sem vér höfum verið að glíma við, en árangurslaust. Hann mun og hjálpa oss að koma þeim hugsjónum í framkvæmd í samfélaginu, sem vér höf- um játað fylgi við í nærfelt 2000 ár. Hann mun einnig glæða hjá oss löngunina, til þess að girnast það eitt, sem gott er. Nú, þegar Mrs. Annie Besant kemur fram með þennan boð- skap, þá hefur hún, vitandi eða óafvitandi, tekist hið sama hlulverk á hendur og Jóhannes skírari. Hún hefur vissulega hið sama starf með höndum og spámaðurinn, sem kendi lýðnum úti á eyðimörkinni, því að hún segir, að koma mannkynsfræðarans sé i nánd. Hún veit ekki hvar mann- kynsfræðarinn muni koma fram, en hún bendir á það, að ílestir hinir meiri háttar trúarbragðahöfundar hafi komið fram í Austurálfu heims, og þess vegna séu nokkrar líkur til þess, að hann komi þaðan. Bað er eins og maður geti ráðið í það, að Mrs. Annie Besant gruni, að mannkynsfræðarinn muni bera hörundslit Asíumanna, sem vér Vesturlandamenn höfum meiri eða minni imugust á. Og það er ekki á því að villast, hvern hún álítur þennan mannkynsfræðara vera, jafnvel þótt vér vitum ekki, hvar eða hvenær hann muni koma fram á meðal þjóðanna. Hún segir það skýrt og afdráttarlaust, að mannkynsfræðarinn sé sá hinn sami meist- ari, sem vér kristnir menn þekkjum sem Iírist. Samkvæmt hinum áðurnefnda árangri af rannsóknum Mrs. Annie Besants, hefur æfinlega mikill andlegur leiðtogi komið til sögunnar, í þann mund sem nýr kynþáttur og ný siöbótarmaöur. Hann mun losa heiminn við lcifar eingyðisins og leggja hornsteininn undir helgidóm algyðistrúarinnar.« 52

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.