Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 60

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1919, Page 60
má, að einhver spyrji sem svo: »Var það ekki einna helzl á Kristi að heyra, að hann mundi koma von bráðar aftur? Það verður ekki betur séð en að hann hafi haldið, að hann mundi koma aftur til jarðarinnar, áður en sú kynslóð, sem þá var uppi, liði undir lok. En hann kom ekki. Og verður það ekki til þess að draga úr gildi þessa spádóms hans?« Vera má að þessi og því lík röksemdaleiðsla verði nokkuð þung á metunum í augum sumra manna, en hún verður fremur létt á metunum í minum augum. l’ví þegar að er gáð, sést það glögt og greinilega á frásögnum ritningarinnar, að meistarinn hefur verið í andlegu hrifningarástandi, er hann talaði um endurkomu sína. Og í slíku ástandi er með- vitundin hafin upp yfir tíma og rúm og getur því ekki gefið ákveðna tilkynningu um sérstaka stund eða tíma. Og Kristur staðfestir þessa skoðun, því að hann gat ekki sagt nákvæm- lega fyrir um endurkomu sína. Hann vissi ekki hve nær hann mundi koma aftur, það vissi enginn, nema faðirinn einn. Og ummæli postulans um, að einn dagur sé hjá drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur, vil ég taka alveg eins og þau eru töluð. Árþúsund eru hjá drottni sem einn dagur. Guð leggur annan mælikvarða á tímann en vér, sem erum háðir takmörkum hinnar jarðnesku tilveru. Vér erum sem flæktir í 'neti tímans. í vorum augum er tíminn jarðfastur veruleiki, óslitin röð af mínútum, stundum, dög- um, vikum, mánuðum, árum og öldum. En hið sama verður ekki sagt um guð; hjá honum er þúsund ára tímabil sem einn dagur. Og í augum hans er kristindómurinn enn þá í bernsku, er að kalla má, að eins tveggja nátta; þessi tvö ár- þúsund eru ekki enn þá liðin, seinni dagurinn er ekki alveg á enda runninn. En það eitt er vist, að Kristur vissi, að hann átti eftir að koma aftur inn í þennan heim. I3að var 58

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.